09.01.2012 23:58

Snarvitlaust veður !


Glymra frá Litla-Garði veturgömul sumarið 2009

Nú geysar stórhríð hérna í Eyjafirðinum og reyndar um allt land. Ekki hundi, manni né hrossi út sigandi, og reyndar ófært út í gerðin meira segja. Þau fá því að skreppa inn í hlöðu og teygja aðeins úr sér. Ísland minnir alltaf á sig og er þetta svo að segja fyrsta skotið þennan veturinn. Þá er gott að hugsa til hlýrri daga og sú sem opnar fyrir okkur fréttina en yndið litla Glymra frá Litla-Garði en hún er nú á fjórða vetur og verður í frumtamningarnáminu hjá Huldu Lilý. Hún virkar mjög spennandi á okkur það litla sem hefur verið átt við hana. Hún er undan Glym frá Árgerði og Sónötu frá Litla-Hóli.

Úti sést ekki nema nokkra metra út fyrir og virðist veðrið alltaf gefa meira í þannig að best er að grafa upp aðeins fleiri hlýlegar og grænar myndir :)


Myrra frá Litla-Garði veturgömul.

Þetta er svo önnur undan Glym frá Árgerði og heitir hún Myrra frá Árgerði. Þessi er líka að fara á fjórða og er önnur þeirra sem áttu slysafang síðastliðið vor. Þessi er verulega spennandi, stór og háfætt og virkilega framfalleg. Einnig eru hreyfingarnar ekkert til að kvarta yfir, stórstígt og flott brokk og með smá ábendingu "sest hún á rassgatið" og fléttar sig upp í tölt. Varla hægt að biðja um meira, hún hefur reyndar verið smá óhappapési þessi og krossleggjum við fingur um að hægt sé að halda áfram með hana í vetur.


Þessi er reyndar ekki hlýleg en lofa að þetta verður eina vetrarmyndin ;)
Þetta er hún Litla-Jörp frá Árgerði 4.vetra á þessari mynd

Hún Litla-Jörp er fyrsta afkvæmi hinnar frábæru Snældu frá Árgerði yngri og Goða frá Þóroddsstöðum. Þessi hryssa var tamin á fjórða vetur og gekk það glimrandi vel framan af vetri. En í mars eða svo fór hún að heltast og fékk pásu en lagaðist þó ekkert og í ljós kom kvíslbandsbólga. Fyrirskipað var a.m.k ársfrí og var henni haldið þá um sumarið en aðeins um 50% líkur var okkur gefnar á að henni yrði riðið aftur. Nú síðastliðið sumar fæddist svo brún hryssa, Náttrún frá Árgerði. Svo er Litla-Jörp komin á hús aftur í tilraun 2, óhölt enn sem komið er og krossleggjum við aftur fingurna.


Ahh, vorleikur ... Soon, soon my friends!


Þessi er tekin á FM á Melgerðismelum Nítjánhundruðáttatíu og eitthvað :) Ræktunarbússýning frá Árgerði.


Biggi ungur og spengilegur


Og Herdís, ung og ennþá spengilegri en Biggi ;) allavega með sigurbikar !! Situr hér gæðinginn Kolbein frá Árgerði.

Flettingar í dag: 760
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 956
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 815205
Samtals gestir: 53864
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:38:40