24.01.2010 21:02

Janúar fréttir

Góðan daginn.

Síðastliðna daga hafa tamningar gengið sinn vanagang. Í síðustu viku var lögð lokahönd á breytingu á stíum. Þar sem kálfarnir voru eru nú komnar 4 rúmgóðar einhesta safnstíur. Með þessari viðbót eru stíurnar orðnar alls 30.

fyrir.

eftir.


Tannálfurinn Gunnar Örn kom hér og raspaði fyrir okkur alla graðhestana ásamt nokkrum öðrum þjálfunarhrossum.


Hér sést Gunnar vera fínpússa tennurnar í Tristan frá Árgerði

Einnig fékk Kiljan frá Árgerði góða meðferð.
Loksins, loksins er hringgerði komið upp í Litla-Garði, er það 11m í þvermál og 1.80m á hæð.
 

Hringerðið.

Hringgerðið og Litli-Garður í baksýn.

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði

Sámur

Flettingar í dag: 772
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 965
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1870872
Samtals gestir: 94273
Tölur uppfærðar: 24.5.2025 12:49:35