11.05.2011 21:18
Folöld, próf o.fl o.fl

Draumafolaldið hans Bigga í fallegri umgjörð :)
Jæja, nú eru tímar þar sem allt gerist í einu. Hvað er andstæðan við gúrkutíð í fréttum? Það er ástandið núna, ofhleðsla af fréttum, myndavélin við það að brenna yfirum og ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum.
Fyrst á dagskrá er það sem er nýjast skeð, þjálfunarhestaprófið hjá Önnu Sonju fór fram í dag og stóðst hún það með prýði. Undirrituð var auðvitað með linsuna á lofti og myndaði þetta í bak og fyrir og er feitt myndaalbúm HÉR

Hún byrjaði prófið á Brjáni frá Steinnesi og fór mikinn, hann er á fimmta vetur undan Brönu og Glettingi frá Steinnesi.

Svo prufar Eyjólfur Þorsteins prófdómari

Næst á dagskrá var Lipurtá frá Miklagarði 5.v. Faðir er Tristanssonurinn Háfeti frá Gilsbakka

Þorsteinn Björnsson prófdómari prófar Lipurtá

Síðust var alhliðahryssan Bára frá Árbæjarhjáleigu 7.v undan Galsa frá Sauðárkróki en hana átti Anna að þjálfa sem alhliðahross með skeiði

Þorsteinn tekur Báru til kostanna

Þeim eru kenndar fimiæfingar líka og sýndi Anna krossgang í prófinu

Og opinn sniðgang
Eins og áður sagði þá stóðst Anna prófið með glæsibrag og hafa hrossin bætt sig heilmikið hjá henni. Erum gífurlega stolt af litlu stelpunni "okkar" ;) HÉR eru fleiri myndir úr prófinu
En að öðru, VORINU !!! Eins og sést á myndunum hér fyrir ofan er allt orðið grænt og ungviðið er út um allt, sauðburður er c.a hálfnaður og gengur fullhægt að mati bóndans en þær eru flestar tvílembdar sem eru komnar

Flottur lambhrútur :)

Auðfúsugestur í fjárhúsunum

Bjalla okkar kom með kettlinga, dugleg að unga þeim út. Þessir svörtu tveir eru gefins ef einhverjir hafa áhuga :) HÉR eru fleiri vormyndir !!
En folöldin eru einnig farin að koma meira, fyrstar voru þessir tvær á þriðja vetur og eru þau folöld ljómandi falleg. Næst var Kveikja frá Árgerði en hún kastar hryssunni sem startar fyrir okkur fréttinni hér að ofan:

Algjör gullmoli, faðirinn er Kapall frá Kommu
Næst kom Græja frá Árgerði með hest undan Kiljan frá Árgerði og á Ásdís hann.

Alrauður foli sem ber nafnið Prins frá Árgerði


Spes frá Litla-Garði er fyrirsæta ársins !! HÉR eru fleiri myndir af þessum folaldarössum..
Næst á dagskrá er kynbótasýning í næstu viku á Dalvík og stefnum við þangað með fimm hross í fullnaðardóm og eitt í byggingardóm. Komum með fréttir af því þegar nær dregur :)
Flettingar í dag: 585
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3240
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1643392
Samtals gestir: 91378
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 03:00:09