18.12.2011 11:23
Og jólasveinarnir tínast hver af öðrum til byggða
Þá er innan við viku til jóla. Veðurguðirnir hafa verið okkur hliðhollir upp á síðkastið og er þetta líka dásamlega jólaveður búið að vera nánast allan desember. Fullkalt reyndar á tímabili en búið að vera passlegt upp á síðkastið. Færið náttúrulega dásamlegt !!

Yngsti meðlimur hússins vaknar bísperrtur og spenntur nú á hverjum morgni og hleypur út í glugga. Var meira segja svo forsjáll að fara út og athuga með fótsporaslóð í snjónum að glugganum til að vera viss um að allt sé eðlilegt, en allt er á sínum stað og sá stutti mjög sáttur við jólasveinana vini sína þessa dagana :)
En allt er að verða klárt hjá okkur fyrir jólin og verða þau sérstaklega gleðileg þetta árið því stórfjölskyldan kemur saman flest í Eyjafjörðinn og höfum við örugglega aldrei verið jafnmörg saman á sama stað á jólahátíðinni áður :)
En allt gengur sinn vanagang í hesthúsinu, drottningarnar ekki fyrr komnar inn fyrr en þær byrja að meiða sig en svoleiðis gengur þetta víst bara. Ekki komið skráma á eitt einasta hross í allt haust og um leið og sparihrossin koma inn og tilhlökkunin í hámarki að byrja að trimma þá byrja skrámurnar.
En Magni er með hólf á leigu í Melgerði sem er við hliðina á Melgerðismelum (eins og nafnið gefur til kynna) og þar eru folaldshryssurnar.

Nös frá Árgerði á 21. aldursvetri

Og alsystir Nasar, Svala frá Árgerði

Og þær verða nú að hafa salt :)

Og steinefnin líka ...


Sprengjan flotta :)
Yngsti meðlimur hússins vaknar bísperrtur og spenntur nú á hverjum morgni og hleypur út í glugga. Var meira segja svo forsjáll að fara út og athuga með fótsporaslóð í snjónum að glugganum til að vera viss um að allt sé eðlilegt, en allt er á sínum stað og sá stutti mjög sáttur við jólasveinana vini sína þessa dagana :)
En allt er að verða klárt hjá okkur fyrir jólin og verða þau sérstaklega gleðileg þetta árið því stórfjölskyldan kemur saman flest í Eyjafjörðinn og höfum við örugglega aldrei verið jafnmörg saman á sama stað á jólahátíðinni áður :)
En allt gengur sinn vanagang í hesthúsinu, drottningarnar ekki fyrr komnar inn fyrr en þær byrja að meiða sig en svoleiðis gengur þetta víst bara. Ekki komið skráma á eitt einasta hross í allt haust og um leið og sparihrossin koma inn og tilhlökkunin í hámarki að byrja að trimma þá byrja skrámurnar.
En Magni er með hólf á leigu í Melgerði sem er við hliðina á Melgerðismelum (eins og nafnið gefur til kynna) og þar eru folaldshryssurnar.
Nös frá Árgerði á 21. aldursvetri
Og alsystir Nasar, Svala frá Árgerði
Og þær verða nú að hafa salt :)
Og steinefnin líka ...
Sprengjan flotta :)
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 585
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3240
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1643392
Samtals gestir: 91378
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 03:00:09