04.03.2012 21:00
Kominn mars ...
Við fórum á Svínavatn síðastliðna helgi og var mótið frábært. Veðrið var geggjað, frostmark og logn og ísinn var frábær. Við fórum með fimm hross, Hvin, Tristan og Kiljan í A-flokk og Evelyn og Gangster í B-flokk



Gangster stóð sig vel, hlaut 8.44 í forkeppni og endaði svo níundi í úrslitinum.



Evelyn var að þreyta frumraun sína á ís og fannst þetta soldið skrítið. En hlaut 8.36 í forkeppninni á hálfum hraða á yfirferðinni :)



Kiljan er allur að komast í gang en hefur nú verið í þjálfun í 2 mánuði eftir árs meiðsla frí. Hlaut 8,32 og var rétt utan við úrslitin.

Hvinur var ekki alveg á því að skeiða á ísnum þannig að við hlutum aðeins 8.07 í einkunn



Tristan stóð sig best af okkar hrossum, var efstur inn í úrslit í A-flokki með 8.50 í einkunn og endaði svo þriðji á eftir Blæ frá Miðsitju og Seið frá Flugumýri eftir að skeiðið tókst ekki alveg sem skyldi. Glæsilegt engu síður :) þriðja sætið annað árið í röð !
Fleiri myndir má sjá HÉR



Gangster stóð sig vel, hlaut 8.44 í forkeppni og endaði svo níundi í úrslitinum.



Evelyn var að þreyta frumraun sína á ís og fannst þetta soldið skrítið. En hlaut 8.36 í forkeppninni á hálfum hraða á yfirferðinni :)



Kiljan er allur að komast í gang en hefur nú verið í þjálfun í 2 mánuði eftir árs meiðsla frí. Hlaut 8,32 og var rétt utan við úrslitin.

Hvinur var ekki alveg á því að skeiða á ísnum þannig að við hlutum aðeins 8.07 í einkunn



Tristan stóð sig best af okkar hrossum, var efstur inn í úrslit í A-flokki með 8.50 í einkunn og endaði svo þriðji á eftir Blæ frá Miðsitju og Seið frá Flugumýri eftir að skeiðið tókst ekki alveg sem skyldi. Glæsilegt engu síður :) þriðja sætið annað árið í röð !
Fleiri myndir má sjá HÉR
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 585
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3240
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1643392
Samtals gestir: 91378
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 03:00:09