18.04.2012 10:56

Fákar og Fjör

Stórsýningin Fákar og Fjör fór fram síðustu helgi á Akureyri. Við komum þar fram með nokkur hross í hinum ýmsu atriðum og höfðum gaman af. Margmenni var að horfa á og var sýningin fjölbreytt og skemmtileg, það litla sem við náðum að horfa á :)

Það sem fram kom frá okkur:



Biggi og Evelyn frá Litla-Garði í klárhryssuatriði



Ásdís og Perla frá Syðra-Brekkukoti líka í klárhryssuatriði



Biggi og Gletting frá Árgerði í alhliðahryssuatriði



Biggi og Blakkur frá Árgerði voru í skeiðsýningu



Biggi sýndi Hvin frá Litla-Garði í alhliða gæðingum



Ásdís var svo knapi fyrir Ytri-Bægisá á hestinum Mekki




Ásdís sýndi Kiljan frá Árgerði í stóðhestaatriði í fyrsta comebackinu hans frá meiðslafríinu og gekk .það glimrandi, frábær gæðingur



Síðast en ekki síst var Gangsterinn í stóðhestaatriði og heillaði hann áhorfendur að vanda.
Flettingar í dag: 585
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3240
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1643392
Samtals gestir: 91378
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 03:00:09