12.05.2013 21:22
Ungviðið ..

Rákum heim tryppahópinn núna í vikunni og auðvitað var notað tækifærið og myndað svoldið. Þessar þrjár eru sparispari uppáhalds, allar fæddar 2011, sú gráa lengst til vinstri er sigurvegari folaldsýningar Náttfara í fyrra Sprengja frá Árgerði, glæsihryssa undan Kiljan frá Árgerði og Svölu frá Árgerði. Í miðjunni er Dalía Sif frá Árgerði undan Óm frá Kvistum og Von frá Árgerði og sú lengst til hægri er Ópera frá Litla-Garði einnig undan Óm frá Kvistum og Melodíu frá Árgerði

Ópera frá Litla-Garði

Sprengja frá Árgerði

Viktoría frá Árgerði f. 2011 f. Kapall frá Kommu m. Kveikja frá Árgerði

Rósinkranz frá Litla-Garði f. 2011 f. Gangster frá Árgerði m. Sunna frá Árgerði

Snekkja frá Árgerði f. 2010 f. Þóroddur frá Þóroddsstöðum m. Snælda frá Árgerði

Krúttur

Sauðburðurinn er rúmlega hálfnaður hér, hérna eru tvær kasóléttar sem bíða spenntar eftir lömbunum sínum :)
Svo sannarlega vor í lofti
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 716
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3240
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1643523
Samtals gestir: 91378
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 03:21:36