10.05.2014 14:51
Vorboðar í kuldatíð.
Sælir kæru lesendur.




Þrátt fyrir kuldatíð heldur vorið áfram að birtast okkur í ótal myndum :)
Fyrstu hryssurnar eru komnar til Gangsters og er karlinn heldur glaður að fá til sín dömur.
Er hann þegar búin að sinna fyrstu hryssunni sem kom hér í gær frá Bjarna Pál á Húsavík.
Hann er sem sagt byrjaður að sinna hryssum á húsmáli og viljum við biðja þá sem hafa hug á, og eins þá sem voru búnir að panta að hafa samband og staðfesta fyrri pantanir hjá Bigga í síma 896-1249 eða [email protected].
Set hér með frekari notkunarupplýsingar!
Gangster verður á húsnotkun hér í Litla-Garði fram að landsmóti.
Verð á húsnotkun: Sama verð og í fyrra 100,000 + vsk Eftir Landsmót í Sandhólaferju Hellu.
100,000 + vsk + 25,000 girðingagjald
Annar vorðboði birtist hér í morgun og er það myndarlegur jarpur hestur sem hefur litið dagsins ljós. Hann er undan Gangster frá Árgerði og fyrstu verðlauna hryssunni Snældu frá Árgerði.

.

Sauðburður hefur gengið vel fyrir sig og ekki minnkaði gleðin hjá unga bóndanum Sindra Snæ þegar við bættust tvær svartar gimbrar í hópinn, en það hefur aldrei skéð hjá okkur fyrr.
Læt þetta duga í bili :)
Skrifað af herdis
Flettingar í dag: 716
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3240
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1643523
Samtals gestir: 91378
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 03:21:36