14.05.2014 16:24

Stína tamningarkona

Sælir lesendur góðir.

Í vetur hefur starfað hjá okkur ung snót út Húnavatnssýslunni hún Kristín Birna Sveinbjörnsdóttir. 
Hefur hún gengt hér allri mögulegu vinnu sem snýr að hestum sem og öðrum sveitastörfum.

 Á morgun er hennar síðasti vinnudagur í Litla-Garði og heldur hún heim þar sem að hún ætlar að fara að vinna við hjúkrun á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. 

Þökkum við Stínu kærlega fyrir veturinn og vel unnin störf. Stína þú ert frábær og haltu áfram á sömu braut :)
 Stína hefur meðal annarra hrossa þjálfað Viðju frá Litla-Garði  seinni parts veturs.
Læt fylgja með myndir af þeim stöllum.

Viðja er undan fyrstu verðlauna hryssunni Tíbrá frá Ási og Kjarna frá Árgerði.




Flettingar í dag: 716
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3240
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1643523
Samtals gestir: 91378
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 03:21:36