02.08.2014 17:04
framræktun Glæðu frá Árgerði
Sæl á ný kæru lesendur.
Glymsdæturnar Mirra og Glymra voru heldur betur í stuði í gær á Melunum :)

Mirra frá Litla-Garði
Hér er síðan systir hennar Glymra frá Litla-Garði
Glymra frá Litla-Garði
Glymur heitinn, faðir þessa hryssna var undan Glæðu frá Árgerði og Kraft frá Bringu,
Enn sannast framræktun Glæðu frá Árgerði en hún er búin að skila okkur 5 fyrstu verðlauna hrossum.
Stóðhestunum Glym og Gangster frá Árgerði, geldingnum Ísidor og gæðingshryssunum Gloríu og Glettingu frá Árgerði. Hin afkvæmi hennar hafa reynst mjög vel, allt saman afskaplega heiðarleg og hæfileikarík hross.
Nú eru ömmubörnin byrjuð að týnast inn og er það ekki slæm byrjun, sb þessar tvær hryssur hér , Emilíana frá Litla-Garði ,Gangsterssonurinn Farsæll frá Litla-Garði, Gloría frá Skúfslæk og mörg önnur bráðefnileg á uppleið.
Og að lokum ein af henni Mirru en eins og mörgum er kunnugt fór hún í mjög góð fyrstu verðlaun í vor.
En þar sem að hún heltist og missti þ.a.l af landsmótinu, laumaðist Biggi með hana undir Gangster sama dag og við fórum með hann suður á LM og það dugði til!
Mirra er fylfull og er meiningin að leyfa henni að eiga þetta (hæfileikabombu folald ) og taka hana síðan aftur í þjálfun og sækja allar níurnar og tíurnar hennar :) hehehe
Læt þetta duga í bili :)
Skrifað af Herdís
Flettingar í dag: 835
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3240
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1643642
Samtals gestir: 91378
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 03:43:50