Litla-Garðs búið



                                                            


Um okkur!


4.júní 2017

Stefán Birgir Stefánsson

 

Stefán Birgir eða Biggi eins og hann er oftast kallaður er uppalin í Teigi ( í Hrafnagilshrepp hinum forna). Snemma heillaðist hann af hestunum en nokkrir hestar voru í Teigi. Foreldrar hans eru Þorgerður Jónsdóttir og Stefán Þórðarson og á hann 5 systkini. Litlar útreiðar voru stundaðar í Teigi, enn frá unga aldri sýndi Biggi mikinn áhuga á hestum og þegar þeir voru ekki til staðar kom hann þeim að í öllum mögulegum leikjum eins og að binda bræður sína út í garði og þar áttu þeir að bíða eftir honum "hestamanninum". Um fermingu lagði hannn land undir fót og reið einhesta fram á Melgerðismela um 16 km og og tók þátt í fyrstu keppninni sinni 250 m skeiði og hafnaði í 3ja sæti. Eftir það var ekki aftur snúið og má segja að Biggi hafi hellt sér út í hestamennskuna eftir það. Hann útskrifaðist frá Bændaskólanum Hólum 1986 og er félagi í FT. Í dag hefur Biggi mikla keppnisreynslu og hefur oftar en ekki verðið í fremstu sætum á mótum.

Líf hans og yndi er markviss ræktun kynbótahrossa og eiga þau Herdís konan hans orðið myndarlegt og spennandi stóð.


Herdís Ármannsdóttir


Herdís Ármannsdóttir ( konan hans Bigga) er uppalin í Árgerði ( Saurbæjarhrepp hinum forna) Foreldrar hennar eru Þórdís Sigurðardóttir og Ármann Magnússon og á hún 2 systkini. Þórdís og Ármann skildu þegar Herdís var 2ja ára og 5ára flytur hún með móður sinni og systkinum í Árgerði til Magna Kjartanssonar sem ól hana síðan upp eins og sitt eigið barn. Í Árgerði hefur alla tíð verið góður hestakostur og má segja að lífið hafi að mestu snúist um þá. Herdís keppti mikið á sínum unglingsárum en hætti því að mestu þegar hún hóf barneignir. Eiga þau Biggi 3 börn. Hún hóf búskap með Bigga 1990 fyrst í Teigi og 2002 keyptu þau Litla-Garð í Eyjafjarðarsveit . Þar er rekin myndarleg tamningastöð með 1 til 2 aðstoðarmönnum og markvissri ræktun að Árgerðis og Litla-Garðs hrossunum en bæirnir standa andspænis hvor öðrum, u.þ.b 1 km á milli.

Börnin.



Hafþór Magni Sólmundsson


Hafþór Magni Sólmundson fæddur1987 er sonur Herdísar og fóstursonur Bigga. Hann er nýfluttur norður yfir heiðar og býr ásamt konu sinni Heiði Gefn Guðbergsdóttir í Árgerði. Börnin þeirra eru Viktoría Röfn og Magni Rafn. Hafþór vinnur sem meðferðarfulltrúi á Meðferðarheimilinu Laugalandi en Heiður er í Háskólanum á Akureyri að læra tölvunnarfræði. 

Nanna Lind Stefánsdóttir


Nanna Lind Stefánsdóttir Fædd 1994 er dóttir Bigga og Herdísar.  Hún í Háskólanum á Akureyri og nemur þar viðskiptafræði og lögreglufræði og gefst því lítill tími til útreiða. Hún æfir crossfit af kappi.

 Sindri Snær Stefánsson


Sindri Snær Stefánsson er litla örverpið á bænum, fæddur 2003. Hann stundar nám í Hrafnagilsskóla. Hans helsta áhugamál er fótbolti og æfir hann á fullu með KA. Yfir vetrarmánuðina gefst ekki mikill tími til útreiða hjá Sindra en sumrin nýtir hann vel. Síðastliðið sumar var að að vinna við tamningar í Litla-Garði.








Flettingar í dag: 435
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1271076
Samtals gestir: 81236
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 11:37:05