25.11.2018 11:17

Góðar heimsóknirSælir kæru lesendur. Löngu kominn tími á fréttir frá Litla-Garði en svona er þetta, tíminn hleypur frá manni. Héðan er allt gott að frétta, sumarið leið á ógnarhraða með öllum þeim verkum sem til falla á þessu örstutta sumri okkar hér á Íslandi. Vænting frá Ási með hryssu undan Kolbak frá Litla-Garði

Okkur fæddust 8 folöld þetta árið, 5 hestfolöld og 3 hryssur.
 Eru þau undan Kolbak frá Árgerði, Hreyfil frá Vossabæ, Skaganum frá Skipaskaga og Huga frá Sámsstöðum. 


Heikir er undan Kolbak frá Litla-Garði og Hremmsu frá Litla-Garði 


Miðill frá Litla-Garði undan Skaganum frá Skipaskaga og Mirru frá Litla-Garði
 

Smyrill frá Litla-Garði F. Kolbakur frá Litla-Garði M. SIlfurtá frá Árgerði

Myndir af hinum folöldunum koma inn síðar, en ég hvet ykkur til að vera dugleg að fylgjast með okkur á Facebook síðunni okkar, við reynum að uppfæra þar reglulega. 

 Í ágústbyrjun kom okkar kæra Jóhanna Schulz til okkar með yndislegar mæðgur frá Frakklandi. 
Dvöldu þær hjá okkur í nokkra daga og var margt brallað á þeim tíma. 


Jóhanna okkar að njóta veðurblíðunnar við Goðafoss. 

Við skelltum okkur á Einarstaðamótiðþar sem að Biggi og Gangster komu, sáu og sigruðu!Það var riðið út,


Alla daga
Riðið til fjalla og að sjálfsögðu fylgdi Skundi með :) Brugðið á leik í náttúrufegurðinni.
Á endanum var ekki annað hægt en að skella sér út í :) 


sprellað :)


Riðið yfir ár og daliPrufuð góð hross Mæðgurnar sáttar og glaðar. 

Innilega til hamingju með hryssurnar ykkar, gangi ykkur alltaf sem best! 

Höski Aðalsteins vinur okkar kom með hóp af frábæru fólki frá Austurríki og Þýskalandi í göngur og réttir í haustGekk allt mjög vel þrátt fyrir að kalt hafi verið til fjalla. 

 

Allir sælir og glaðir eftir góða daga í Litla-Garði. 

Kærar þakkir Höski og þið öll hin, frábær hópur! 


 Bestu kveður frá okkur í Litla-Garði 

25.06.2018 11:41

Kynbótastarfið


Sælir kæru lesendur. Biggi heilsar hér með virtum á Tangó frá Litla-Garði og Selina á Kolbak frá Litla-Garði :) Það er sannarlega löngu komin tími á smá blogg frá Litla-Garði en eitthvað hefur tímaleysi verið að hrjá mann eins og gengur og gerist. 
Hér gengur allt sinn vanagang, Biggi og Selína á fullu í tamningunum og nú hefur SIndri Snær bæst í hópinn. 
Sauðburður gekk með ágætum, kindur komnar á fjall og útigangshrossin rétt ófarin á dalina. 

Biggi fór með nokkur hross á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal og var bara sáttur með sitt. 
 Viktoría frá Árgerði á siglingu.  F: Kapall frá Kommu M: Kveikja frá Árgerði. 
Fyrst ber að nefna Viktoríu frá Árgerði. Hún hlaut í byggingu 7,78 hæfileika 7,84 og í aðaleinkunn 7,82. Hún hlaut 9,5 fyrir skeið.  Það er nokkuð góður árangur hjá þessarri 7 vetra hryssu sem var í folaldseignum í fyrra. Flauta frá Litla-Garði er vaxandi 6 vetra Gangsters og Melódíu dóttir frá Árgerði. Hún hlaut í byggingu 7,98 í hæfileika 8,05 og Aðaleinkunn 8,02 Flauta hlaut 8,5 fyrir skeið og á talsvert inni.
Vaka frá Árgerði er 6.vetra undan Gangster og Von frá Árgerði. Hún bætti sig talsvert og hlaut í sköpulag 8,39 í hæfileika 8,19 og í aðaleinkunn 8,27. Hún hlaut 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag. 


Vaka frá Árgerði

Kolbakur frá Árgerði er fjögurra vetra stóðhestur undan Gangster og Snældu frá Árgerði. 


 
Hann hlaut í sköpulag 8,05 í hæfileika 7,63 og í aðaleinkunn 7,80. 


 
Það er hreint unun að horfa á þennan hest og hans mikla hreyfieðli, það verður ekki leiðinlegt fyrir Bigga að þjálfa þennan í framtíðinni. 


Kolbakur 4.v. 
Búið er að sleppa Kolbak í hólf heima í Litla-Garði og er ekkert mál að bæta inn á hann ef að einhverjir hafa áhuga á að koma með hryssur til hans.  
Tangó 4.v Gangsters og Melodíusonurinn frá Litla-Garði sýndi sig og sannaði á Hólum í Hjaltadal, fór í fyrstu verðlaun og fékk farmiða á LM.


 
Tangó hlaut í sköpulag 8,28 í hæfileika 8,03 Aðaleinkunn 8,13Hann hlaut 8,5 fyrir skeið, vilja og geðslag. 


Verulega skemmtilegur og vaxandi stóðhestur hér á ferð. Tangó er í mjög mikilli framför þessa dagana og verður spennandi að sjá hvað hann gerir á LM í næstu viku. 

Gangster og Hinni  skelltu sér norður yfir heiðar á úrtöku fyrir LM í A flokki gæðinga. 
Þeir voru efstir eftir forkeppni með einkunnina 8,72 og tryggan farmiða inn á Landsmót. 
Spennan magnast og höfum við fulla trú á að þeir félagar eigi eftir að gera garðinn frægann á LM :) 

Gangster kemur heim í fjörðinn eftir Landsmót og mun taka á móti hryssum á Guðrúnarstöðum. Upplýsingar gefur Biggi í s. 896-1249AÐ lokum  langar mig að skella inn myndasyrpu af Gangsterssonunum Tangó og Kolbak. Selina og Biggi skelltu sér saman í kvöldreiðtúr og sat ég fyrir þeim með myndavélina. 
Bestu kveðjur frá Litla-Garði  • 1
Flettingar í dag: 136
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 220
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 2087159
Samtals gestir: 250515
Tölur uppfærðar: 16.6.2019 20:24:07