Árgerðis búið





Magni Kjartansson



Magnier fæddur á  Klúkum í Hrafnagilshreppihinum forna árið 1930.  Hann flutti meðforeldrum sínum að Miklagarði í Saurbæjarhrepp 4 ára gamall og óx þar úr grasi.
Magni sýndi hestunum mikinn áhuga þó ekki hafi verið mikið af góðum reiðhestumí kringum hann á uppvaxtarárunum. Það var nær eingöngu um vinnuhross að ræða þegarMagni var að alast upp. Allt unnið með hestum jafnt að sumri sem vetri. Semstrákur fór Magni eins mikið á bak og nokkur kostur var á, t.d. var hann ísundkennslu eitt sumar að Hrafnagili en þangað eru 14km. Þetta var fermingarárMagna og fór hann alltaf ríðandi meðan skólasystkini hans fóru með bíl.Fullorðinn flytur Magni til Akureyrar og er um tíma við ýmis störf, og rak m.a.tamningarstöð. En lengst af vann Magni hjá Ræktunarsambandi Hrafnagils- ogSaurbæjarhrepps ýmist á jarðýtu eða skurðgröfu. Hugur Magna lá alltaf tilheimaslóða og að gerast bóndi.
1963 kaupir Magni Árgerði. Hugur Magna stóð alltaf til þess að stundahrossarækt, og það gerði hann ásamt eiginkonu sinni ÞórdísiSigurðardóttir. Magni lést 30 nóvember 2015, skildi hann eftir sig mikið og göfugt starf sem að hrossaræktin mun njóta góðs af um ókomin ár. 


Þórdís Sigurðardóttir





Þórdís Sigurðardóttir fæddist í Skagarfirði árið 1941 og er barn hjónannaSigurðar Eiríkssonar og Helgu Sveinbjörnsdóttur. Sleit hún barnsskónum þarásamt systkynum sínum Eysteini og Björk. Undi hún þar vel með hesta í leik ogstarfi, ásamt öðrum bústörfum. Um 19 ára aldurinn kynnist hún austfirðinginumÁrmanni Magnússyni.  Giftust þau ogeignuðust börnin 3 Sigurð Helga, Öldu Björgu og Herdísi. Slitu þau samskiptum1970.  Kynnist hún  Magna og hefja þau búskap saman 1973.



Dísa og Magni stunduðu markvissahrossarækt með góðum árangri. Er of langt að telja upp öll þau afrek hér, ennverður þó nefna heiðursverðlaunahryssuna (Snældu 4154 Árgerði) sem stóð efst íflokki hryssna 6v. og eldri á Þingvöllum 1978. Í dag er til stór ættbogi út fráhenni.


Hrossin hjá Magna og Dísu eru margverðlaunuð kynbóta og keppnishross. Árgerðihefur þrisvar sinnum hlotið titilinn ræktunarbú ársins á sambandssvæðiEyfirðinga og Þingeyinga og hefur einnig fengið tilnefningu til ræktunarbúsársins af fagráði í hrossarækt. Árið 2006 var Magni sæmdurheiðursmerki LH.


Magni tekur við verðlaunum fyrirræktunarbú ársins 2007 á sambandssvæði Eyfirðinga og Þingeyinga. 


Dísa er enn að rækta hross en í miklu minna mæli en áður fyrr. Hún býr í Árgerði og unir sér vel með sínu fólki. 





Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 1967
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 822726
Samtals gestir: 54835
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:45:04