Færslur: 2011 Maí

20.05.2011 18:45

Stór dagur í lífi Litla-Garðsmæðgnanna :)

Lífið snýst nú ekki alveg eingöngu um hesta ...

Fimmtudagurinn 19.maí var stór dagur í lífi Nönnu Lindar og Herdísar. Nanna Lind gekk svo til í tölu fullorðinna með því að standast bílprófið ógurlega en skvísan verður 17 ára 22.maí eða sunnudaginn næsta. Þannig að Akureyringar og nærliggjandi sveitungar .. Frá og með sunnudeginum næsta farið extra varlega í umferðinni og sérstaklega ef þið sjáið bláa bjöllu á ferðinni en Nanna lét drauminn rætast og hefur fjárfest í kóngablárri WV Bjöllu.



Herdís söngfugl er ávallt í klassísku söngnámi og var sama dag að taka stórt próf í sínu söngnámi. Gekk það ljómandi vel og koma frekari upplýsingar um það eftir útskriftina hennar þegar við höfum meiri upplýsingar um það.




Anna Sonja útskrifaðist svo sem tamningarmaður og þjálfari frá Hólaskóla í dag og stóð hún sig frábærlega í þjálfunarhestunum, kom út með 9.0 í meðaleinkunn fyrir þá og erum við mjög stolt af henni! Sjá má ítarlega frétt um það hér neðar.

Svo gleymdi ég nú að segja frá síðustu helgi en fyrsta útimót ársins var þá en það var Vormót Léttis og smellti Nanna Lind sér þangað með Vísi kallinn og sigraði fjórganginn og endaði önnur i tölti.


Nanna er hér fremst á myndinni

Þannig að það er sko sannarlega mikið um að vera í sveitinni :)

20.05.2011 00:31

Gleðileg jól

Nei djók ... Það mætti samt halda að það sé desember en ekki Maí. Það er allavega mjög óspennandi útreiðarveður, norðangarri og snjókoma !! Hrossin komin í sumarfeld og grös og tré í sjokki... Reiðhöllin fína er full af lömbum og mæðrum þeirra og tamningarmenn bara innandyra aldrei þessu vant.

Þá er aldrei betra en að grafa ofan í heimilistölvuna og finna gamlar og skemmtilegar myndir til að sýna ykkur! Af hrossum sem gerðu góða hluti á sínum tíma og eru annað hvort seld annað, eða sjá um að unga út framtíðargæðingum o.fl


Hér er ein sem fékk mig nærri því til að velta fram af stólnum úr hlátri !! Fæ pottþétt skammir fyrir að setja hana inn ... Hér eru Nanna Lind og Gullinbursti í miðjunni og Anna Sonja sem var hér í vetur í verknámi lengst til hægri :)


Næst er afi á hestagullinu sínu Snældu 4.v á LM´04


Líka af LM´04


Biggi á Kveikju frá Árgerði sem gerði frábæra hluti á keppnisvellinum, fór m.a yfir 7 í töltkeppni og í 8.80 í A-flokki


Hér er Blær frá Fagrabæ. Gustssonur sem sýndur var sem afkvæmi í kynbótadómi og hlaut frábæran dóm 8.30 fyrir hæfileika, 9.5 fyrir brokk og 9 fyrir tölt og vilja/geðslag


Hér situr Birgir Spuna frá Miðsitju á Mývatni Open


Nös frá Árgerði er hér í keppnisformi, á vetrarleikum Léttis þar sem hún endaði önnur. Nös er í dag ein af betri ræktunarhryssunum í Árgerði, hefur gefið mjög góð hross


Gosi (Ísidór) frá Árgerði er hér 5.v gamall og gerði sér lítið fyrir og sigraði töltið á Ísmóti. Sigurbjörn Bárðar og fjölskylda keyptu hann og eiga hann enn. Hann er undan Glæðu frá Árgerði og Gusti frá Hóli. Var sýndur í kynbótadóm þar sem hann hlaut 1.v


Hafþór Magni og Vísir frá Árgerði gerðu þrælmagnaða sýningu á FM´07 og slógu í gegn! Var það rætunarbússýning frá Árgerði


Þó svo snjói á okkur í Maí þá erum við í sólskinsskapi ... Þýðir ekkert annað :)

16.05.2011 22:04

Allt orðið grænt og fallegt :)



Góðan og blessaðan daginn ...

Fannst vel við hæfi að hefja færsluna á sólríkri grænni mynd af hestagullinu Glettingu frá Árgerði :) Hún er öll að detta í gírinn eftir veikindin sem ég sagði frá um daginn og hefur verið í stöðugri þjálfun í c.a mánuð núna.



Folöldin koma eitt af öðru og eru fjórar kastaðar til viðbótar síðan í síðustu færslu.


Fyrsta afkvæmi Jarls frá Árgerði (f.2007) hefur séð dagsins ljós og er það þrælmyndarleg jarpstjörnótt hryssa undan Hvönn frá Árgerði (f. Reykur frá Hoftúni m. Glóblesa frá Árgerði mf. Snældu-Blesi mm. Hreyfing Árgerði).


Næstur er brúnn hestur undan Silfurtá frá Árgerði og Blæ frá Torfunesi


Svo kom Gyðja frá Teigi með sætan hest undan Kiljan frá Árgerði


Og að lokum kom gæðingurinn og 1.v hryssan Tíbrá frá Ási I með hryssu undan Gýgjari frá Auðsholtshjáleigu en eigandi þessarar litlu bleikálóttu hryssu er Anna Back

Nokkarar fleiri myndir :)



11.05.2011 21:18

Folöld, próf o.fl o.fl


Draumafolaldið hans Bigga í fallegri umgjörð :)

Jæja, nú eru tímar þar sem allt gerist í einu. Hvað er andstæðan við gúrkutíð í fréttum? Það er ástandið núna, ofhleðsla af fréttum, myndavélin við það að brenna yfirum og ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum.

Fyrst á dagskrá er það sem er nýjast skeð, þjálfunarhestaprófið hjá Önnu Sonju fór fram í dag og stóðst hún það með prýði. Undirrituð var auðvitað með linsuna á lofti og myndaði þetta í bak og fyrir og er feitt myndaalbúm HÉR

Hún byrjaði prófið á Brjáni frá Steinnesi og fór mikinn, hann er á fimmta vetur undan Brönu og Glettingi frá Steinnesi.


Svo prufar Eyjólfur Þorsteins prófdómari


Næst á dagskrá var Lipurtá frá Miklagarði 5.v. Faðir er Tristanssonurinn Háfeti frá Gilsbakka


Þorsteinn Björnsson prófdómari prófar Lipurtá


Síðust var alhliðahryssan Bára frá Árbæjarhjáleigu 7.v undan Galsa frá Sauðárkróki en hana átti Anna að þjálfa sem alhliðahross með skeiði


Þorsteinn tekur Báru til kostanna


Þeim eru kenndar fimiæfingar líka og sýndi Anna krossgang í prófinu


Og opinn sniðgang

Eins og áður sagði þá stóðst Anna prófið með glæsibrag og hafa hrossin bætt sig heilmikið hjá henni. Erum gífurlega stolt af litlu stelpunni "okkar" ;) HÉR eru fleiri myndir úr prófinu

En að öðru, VORINU !!! Eins og sést á myndunum hér fyrir ofan er allt orðið grænt og ungviðið er út um allt, sauðburður er c.a hálfnaður og gengur fullhægt að mati bóndans en þær eru flestar tvílembdar sem eru komnar


Flottur lambhrútur :)


Auðfúsugestur í fjárhúsunum


Bjalla okkar kom með kettlinga, dugleg að unga þeim út. Þessir svörtu tveir eru gefins ef einhverjir hafa áhuga :) HÉR eru fleiri vormyndir !!

En folöldin eru einnig farin að koma meira, fyrstar voru þessir tvær á þriðja vetur og eru þau folöld ljómandi falleg. Næst var Kveikja frá Árgerði en hún kastar hryssunni sem startar fyrir okkur fréttinni hér að ofan:


Algjör gullmoli, faðirinn er Kapall frá Kommu

Næst kom Græja frá Árgerði með hest undan Kiljan frá Árgerði og á Ásdís hann.

Alrauður foli sem ber nafnið Prins frá Árgerði



Spes frá Litla-Garði er fyrirsæta ársins !! HÉR eru fleiri myndir af þessum folaldarössum..

Næst á dagskrá er kynbótasýning í næstu viku á Dalvík og stefnum við þangað með fimm hross í fullnaðardóm og eitt í byggingardóm. Komum með fréttir af því þegar nær dregur :)

02.05.2011 19:52

The show must go on !!

Góðan og blessaðan daginn...

Fyrst ætla ég að segja frá hrakförum þessa veturs en þrjú hross hafa átt við meiðsli að stríða;

Kiljan frá Árgerði
Hann Kiljan okkar hefur verið frá í allan vetur. Hann tognaði á hringvöðva á framfæti í desember og taka slík meiðsli mikinn tíma til að jafna sig. Hann var í tvo mánuði í byrjun árs á Hólaborg í sundi og alls kyns meðferð ásamt því að vera þónokkuð hjá hnykkjaranum Susi Brown. Verður ekki hægt að þjálfa hann á ný fyrr en 2012. Getur hann samt sem áður sinnt hryssum og er best að hafa samband við Bigga ef áhugi er fyrir því að koma með hryssu undir hann.

Gletting frá Árgerði
Gletting hefur aðeins verið í þjálfun seinnipart veturs en hún var með lausa hnéskel og þjáði það hana þónokkuð. Hún hefur verið einnig undir vökulu auga Susi og einnig Gests dýralæknis og er hún að verða sjálfri sér lík núna.

Karen frá Árgerði er Hágangsdóttir á fimmta vetur undan Kveikju frá Árgerði semh Anna Sonja hefur verið með í þjálfunarhestunum. Hún slasaðist í síðustu viku hjá okkur og var það frekar óhugnarleg aðkoma. Leit út fyrir að hryssan væri mikið kjálkabrotin og var hún drifin niður á dýraspítala strax. Kom þá í ljós að ein tönn í neðri góm hafði brotnað alveg niður við kjálkabein og sporðreiðst i kjálkanum á henni og skagaði beint út. Hafði blætt mikið og var hún fremur dauf þarna um morgunin, Er algjör ráðgáta hvernig þetta getur hafa gerst og munum við aldrei finna svarið við því. En þetta tekur a.m.k sex vikur að jafna sig og stífa meðhöndlun til að auðvelda henni lífið á meðan.

En eins og fyrirsögnin segir ... THE SHOW MUST GO ON, meiðsli fylgja þessum bransa ávallt. Að öðru heldur gleðilegra en það er fyrsta kynbótasýning ársins og var skellt sér með aðaltöffarann Gangster frá Árgerði.



Aðaleinkunn: 8,08


Sköpulag: 8,11

Kostir: 8,06


Höfuð: 8,0

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   5) Mjúkur   8) Klipin kverk  

Bak og lend: 8,0
   8) Góð baklína   G) Afturdregin lend   I) Áslend  

Samræmi: 8,0
   5) Sívalvaxið  

Fótagerð: 7,5
   F) Grannir liðir   H) Grannar sinar  

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: E) Brotin tálína  
   Framfætur: A) Útskeifir   C) Nágengir  

Hófar: 8,5

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 8,5
   1) Rúmt   5) Skrefmikið  

Brokk: 9,0
   3) Öruggt   4) Skrefmikið   6) Svifmikið  

Skeið: 5,0

Stökk: 9,0
   1) Ferðmikið   3) Svifmikið   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni  

Fegurð í reið: 8,5
   3) Góður höfuðb.   4) Mikill fótaburður  

Fet: 8,0
   1) Taktgott  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,5
Gekk þetta ljómandi vel, vantaði aðeins örlítið uppá að þetta yrði eins gott og hugsast yrði en það er 9.0 fyrir tölt og fegurð í reið en við reynum aftur.
Kom hann einnig fram á sýningunni Tekið til kostanna og vakti mikla athygli þar.
Gangster verður í Litla-Garði í hólfi eftir Landsmót en hægt er að koma með hryssur til hans á húsnotkun fram að því. Kostar tollurinn 100.000 kr með öllu í hólfi.

Einnig komum við fram með afkvæmahóp undan Tristan frá Árgerði. Komu þar fram Gletting frá Árgerði, Tónn frá Litla-Garði og Hvinur frá Litla-Garði og tókst það þrælvel upp.

Hrossin blómstra alveg þessa dagana í húsinu. Þvílík sumarblíða var í dag og var tækifærið gripið og smellt af myndum af kynbótahryssum.
Fyrst er Perla frá Syðra-Brekkukoti fædd 2005. Hún er undan Stæl frá Miðkoti og Kolfinnu frá Akureyri. Eigandi hennar er María Jensen









Næst er Evelyn (Elvý) frá Litla-Garði einnig fædd 2005. Hún er undan Hrym frá Hofi og Elvu frá Árgerði. Eigandi hennar er Herdís Ármannsdóttir húsfreyjan sjálf.







Einnig var Biggi eitthvað að þvælast fyrir þegar á myndatöku stóð og náðust þessar fínu myndir af honum:

Hér er hann á Brák frá Fellshlíð fædd 2005 undan Garpi frá Auðsholtshjáleigu og Birtu frá Akureyri.



Og svo á Kolbrá frá Kálfagerði fædd 2005 undan Glampa frá Vatnsleysu og Blökk frá Ytra-Skörðugili


Smellið á síðustu myndina fyrir aðeins fleiri myndir :)


  • 1
Flettingar í dag: 604
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 814093
Samtals gestir: 53757
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:20:24