16.05.2011 22:04

Allt orðið grænt og fallegt :)



Góðan og blessaðan daginn ...

Fannst vel við hæfi að hefja færsluna á sólríkri grænni mynd af hestagullinu Glettingu frá Árgerði :) Hún er öll að detta í gírinn eftir veikindin sem ég sagði frá um daginn og hefur verið í stöðugri þjálfun í c.a mánuð núna.



Folöldin koma eitt af öðru og eru fjórar kastaðar til viðbótar síðan í síðustu færslu.


Fyrsta afkvæmi Jarls frá Árgerði (f.2007) hefur séð dagsins ljós og er það þrælmyndarleg jarpstjörnótt hryssa undan Hvönn frá Árgerði (f. Reykur frá Hoftúni m. Glóblesa frá Árgerði mf. Snældu-Blesi mm. Hreyfing Árgerði).


Næstur er brúnn hestur undan Silfurtá frá Árgerði og Blæ frá Torfunesi


Svo kom Gyðja frá Teigi með sætan hest undan Kiljan frá Árgerði


Og að lokum kom gæðingurinn og 1.v hryssan Tíbrá frá Ási I með hryssu undan Gýgjari frá Auðsholtshjáleigu en eigandi þessarar litlu bleikálóttu hryssu er Anna Back

Nokkarar fleiri myndir :)



Flettingar í dag: 506
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 956
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 814951
Samtals gestir: 53833
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 10:00:40