20.05.2011 18:45

Stór dagur í lífi Litla-Garðsmæðgnanna :)

Lífið snýst nú ekki alveg eingöngu um hesta ...

Fimmtudagurinn 19.maí var stór dagur í lífi Nönnu Lindar og Herdísar. Nanna Lind gekk svo til í tölu fullorðinna með því að standast bílprófið ógurlega en skvísan verður 17 ára 22.maí eða sunnudaginn næsta. Þannig að Akureyringar og nærliggjandi sveitungar .. Frá og með sunnudeginum næsta farið extra varlega í umferðinni og sérstaklega ef þið sjáið bláa bjöllu á ferðinni en Nanna lét drauminn rætast og hefur fjárfest í kóngablárri WV Bjöllu.



Herdís söngfugl er ávallt í klassísku söngnámi og var sama dag að taka stórt próf í sínu söngnámi. Gekk það ljómandi vel og koma frekari upplýsingar um það eftir útskriftina hennar þegar við höfum meiri upplýsingar um það.




Anna Sonja útskrifaðist svo sem tamningarmaður og þjálfari frá Hólaskóla í dag og stóð hún sig frábærlega í þjálfunarhestunum, kom út með 9.0 í meðaleinkunn fyrir þá og erum við mjög stolt af henni! Sjá má ítarlega frétt um það hér neðar.

Svo gleymdi ég nú að segja frá síðustu helgi en fyrsta útimót ársins var þá en það var Vormót Léttis og smellti Nanna Lind sér þangað með Vísi kallinn og sigraði fjórganginn og endaði önnur i tölti.


Nanna er hér fremst á myndinni

Þannig að það er sko sannarlega mikið um að vera í sveitinni :)
Flettingar í dag: 4690
Gestir í dag: 467
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 847363
Samtals gestir: 57150
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 23:33:08