15.06.2009 11:26
Ný afstaðin kynbótasýning á Melgerðismelum
Jæja, þá er kynbótasýningin búin og gekk hún bara alveg hreint ágætlega. Góðar raddir eru um völlinn og gekk þetta allt mjög smurt fyrir sig.
Biggi fór með 8 hross í fullnaðar dóm og 1 í byggingardóm. Gekk það upp og niður, enn bara eins og búast mátti við.
Biggi sýndi tvær 4v hryssur þær Snörp frá Æsustöðum og Prinsessu frá Breiðabólsstað.
Snörp er undan Tristan frá Árgerði og Skuld frá Tungu, hlaut hún 8.28 fyrir sköpulag (þ.a. 9 fyrir höfuð, réttleika & hófa) og kom hún út með 7.78 og var 2. í flokki 4v. hryssna. Snörp er rosalega efnileg hryssa sem Biggi er spenntur fyrir að vinna með næsta vetur, þegar hún er orðin sterkari og öruggari.
Snörp frá Æsustöðum
Prinsessa er undan Vökli frá Síðu og Kæju frá Breiðabólsstað, hún kom út með 7.46 og á mikið inni í framtíðinni þegar búið er að púsla öllu saman sem býr í henni.
Einnig sýndi Biggi, Frenju frá Miðdal sem fór í 8.11 fyrir sköpulag og kom út með 7.61
Nagladóttirin Frenja frá Miðdal
Geldingin, Dyn frá Árgerði sýndi hann og kom hann út með 7.78 (hæfileikar: 7.88 - sköpulag: 7.63)
Tristanssonurinn Dynur frá Árgerði
Klárhryssan Dimmbrá frá Egilsstaðabæ (u: Víking frá Voðmúlastöðum og Dimmu frá Egilstaðabæ) var sýnd í fyrsta sinn nú og fór beint í 1.verðlaun.
Sköpulag: 7.93
Hæfileikar: 8.08 - þ.a. 9 fyrir tölt & vilja og geð
Aðaleinkunn: 8.02
Dimmbrá frá Egilsstaðabæ
Einnig fór stóðhesturinn Kiljan frá Árgerði í fyrsta sinn nú í dóm og stóð svo efstur í flokki stóðhesta 6v. og eldri. Kom hann bísna vel út, enn á enn mikið inni. Hann lækkaði úr 8.13 í 8.02 í byggingu og fór í 8.48 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn: 8.30.
Kiljan frá Árgerði (sjá fleiri myndir hér )
Gaman er að segja frá því að einnig var hryssa frá Árgerði í efsta sætinu í flokki hryssna 7v og eldri. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir sýndi Von frá Árgerði og náði hún hvorki meira né minna enn 8.60 fyrir hæfileika, 8.08 f. sköpulag og 8.39 í aðaleinkunn.
Von frá Árgerði-sumar 08
Jájá, nú er bara verið að temja og þjálfa á fullu á báðum bæjum.
Gæðingakeppni Funa næstu helgi, muna skrá sig fyrir 17.júní hjá Bigga í síma 8961249 eða [email protected]
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði
Biggi fór með 8 hross í fullnaðar dóm og 1 í byggingardóm. Gekk það upp og niður, enn bara eins og búast mátti við.
Biggi sýndi tvær 4v hryssur þær Snörp frá Æsustöðum og Prinsessu frá Breiðabólsstað.
Snörp er undan Tristan frá Árgerði og Skuld frá Tungu, hlaut hún 8.28 fyrir sköpulag (þ.a. 9 fyrir höfuð, réttleika & hófa) og kom hún út með 7.78 og var 2. í flokki 4v. hryssna. Snörp er rosalega efnileg hryssa sem Biggi er spenntur fyrir að vinna með næsta vetur, þegar hún er orðin sterkari og öruggari.
Snörp frá Æsustöðum
Prinsessa er undan Vökli frá Síðu og Kæju frá Breiðabólsstað, hún kom út með 7.46 og á mikið inni í framtíðinni þegar búið er að púsla öllu saman sem býr í henni.
Einnig sýndi Biggi, Frenju frá Miðdal sem fór í 8.11 fyrir sköpulag og kom út með 7.61
Nagladóttirin Frenja frá Miðdal
Geldingin, Dyn frá Árgerði sýndi hann og kom hann út með 7.78 (hæfileikar: 7.88 - sköpulag: 7.63)
Tristanssonurinn Dynur frá Árgerði
Klárhryssan Dimmbrá frá Egilsstaðabæ (u: Víking frá Voðmúlastöðum og Dimmu frá Egilstaðabæ) var sýnd í fyrsta sinn nú og fór beint í 1.verðlaun.
Sköpulag: 7.93
Hæfileikar: 8.08 - þ.a. 9 fyrir tölt & vilja og geð
Aðaleinkunn: 8.02
Dimmbrá frá Egilsstaðabæ
Einnig fór stóðhesturinn Kiljan frá Árgerði í fyrsta sinn nú í dóm og stóð svo efstur í flokki stóðhesta 6v. og eldri. Kom hann bísna vel út, enn á enn mikið inni. Hann lækkaði úr 8.13 í 8.02 í byggingu og fór í 8.48 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn: 8.30.
Kiljan frá Árgerði (sjá fleiri myndir hér )
Gaman er að segja frá því að einnig var hryssa frá Árgerði í efsta sætinu í flokki hryssna 7v og eldri. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir sýndi Von frá Árgerði og náði hún hvorki meira né minna enn 8.60 fyrir hæfileika, 8.08 f. sköpulag og 8.39 í aðaleinkunn.
Von frá Árgerði-sumar 08
Jájá, nú er bara verið að temja og þjálfa á fullu á báðum bæjum.
Gæðingakeppni Funa næstu helgi, muna skrá sig fyrir 17.júní hjá Bigga í síma 8961249 eða [email protected]
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði
Skrifað af Nanna Lind Stefánsdóttir
Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 4345
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 1280713
Samtals gestir: 81451
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 06:42:27