Færslur: 2013 Júlí

22.07.2013 22:09

Gangster á suðurleið !!

Sunnlendingar og nærsveitungar athugið:

Gangster frá Árgerði IS2006165663 er væntanlegur á Suðurlandið til að sinna hryssum.

Gangster er vel ættaður gæðingur undan Hágangi frá Narfastöðum og Glæðu frá Árgerði sem hefur reynst sannkölluð gæðingamóðir. Gangster er hestur sem allir vilja eiga, klárhestur með skeiði, flugrúmur á öllum gangi, skrefmikill og hágengur.

Fasmikill, flugviljugur og geðgóður gæðingur sem hlaut feiknagóðan dóm í vor;

Bygging: 8.16 Hæfileikar: 8.94                    Aðaleinkunn: 8.63

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   4) Hátt settur   5) Mjúkur

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip   5) Skrefmikið  

Brokk: 9,5
   1) Rúmt   3) Öruggt   4) Skrefmikið  

Skeið: 8,5
   2) Takthreint   3) Öruggt  

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni  

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   4) Mikill fótaburður  

Fet: 9,0
   1) Taktgott   2) Rösklegt   3) Skrefmikið  

Gangster verður staðsettur í Flagbjarnarholti í Landssveit og mætir á svæðið laugardaginn 3.ágúst. Hryssur mega koma fimmtudaginn til föstudag þar á undan. Allar upplýsingar veitir Stefán Birgir í síma 896124911.07.2013 10:35

Sumar sveita líf :)

Jæja er ekki best að koma annars slagið með fréttir sem tengjast hrossunum lítið? :)

Nú fer júlí að verða hálfnaður og sumarið líður í raun allt of hratt. Heyskapur í Árgerði og Litla-Garði gengur vel en Hafþór Magni ofurheyjari kom að sunnan með ömmuogafa músina sína Viktoríu til þess að hjálpa til við heyskap. Dýrmæt heimsókn það í alla staði... 

Sindri Snær Litla-Garðsbóndi junior er farinn að auka um sig umsvifin, er mjög öflugur og áhugasamur í sauðfjárrækt og leggur áherslu á litríka ræktun en er núna kominn í hænsnabúskapinn.Þær eru 9 talsins og ekta íslenskar landnámshænur, dugar sko ekkert minna til! :) 

Ármann Örn sonur Boggu er lærður einkaflugmaður og er að flytjast á Norðurlandið um þessar mundir, um daginn var hann hér í heimsókn og leigði flugvél til að safna inn flugtímum. Hann fór í loftið frá Akureyri með Boggu (mömmu) með sér í sinni jómfrúarferð en lenti svo á Melgerðismelavelli og tók þá Bigga og Sindra með í útsýnisflug þaðan. Skemmtu þau sér öll frábærlega og geta ekki beðið eftir að komast aftur, kannski þorir Herdís þá með ;)Nanna Lind er að vinna í bænum og njóta lífsins þar á milli og skellti sér til Parísar með sínum heittelskaða um daginn í vikutíma. Tóku þau París með trompi og náðu að skoða allt sem vert er að skoða á 7 dögum.


Ung blómarós í París


Nanna og Darri í París

Það er nú ekki hægt að setja inn frétt hérna án þess að minnast NEITT á hross og læt ég þessa rekstrarmynd fylgja, það var farið í stutta hestaferð um daginn, riðið inn í Halldórsstaði og til baka nokkru seinna og var það þrælgaman. Þessi mynd er hins vegar bara úr einum heimarekstrinum.
04.07.2013 11:34

Kolskeggssynir tveir

Áfram skal haldið með folöld ársins 2013 og er röðin komin að tveimur töffurum samfeðra undan Kolskeggi frá Kjarnholtum. Kolskeggur er 5.v Kvistssonur sem hef hlotið flottan dóm, gríðarháan byggingardóm og góðan hæfileikadóm með.

Þessi folöld eru:

Fyrst skal nefna þessa fyrirsætu en móðir hans er Snælda frá Árgerði og er þetta hestur eins og glöggir geta séð á myndunum :) Þessi er í eigu Árgerðishjónanna

Og þessi er undan Silfurtá frá Árgerði og er einnig hestur og í eigu Litla-Garðshjónanna
  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1981
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 977096
Samtals gestir: 69405
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 04:36:23