Færslur: 2010 Júlí

20.07.2010 10:20

Nanna Lind náði bronsi á Youth Cup 2010Nanna Lind og Geisli frá Gýgjarhóli.

Þá er Nanna Lind komin heim frá Youth Cup 2010 sem haldið var í Danmörku. Ferðin var frábær, mikil reynsla og lærði hún heilan helling.
Eins og margir vita stóð til að Nanna væri með Kjarna frá Árgerði á mótinu, um leið og hún lenti í Danmörku sótti Sigrún Erlings Nönnu til að láta hana prófa hestinn fyrst hjá þeim þar sem Gunnar Hafdal, eigandi Kjarna leiðbeindi henni. Gekk það ævintýrlega vel og að sögn Nönnu er þetta mesti gæðingur sem hún hefur sest á.


Hins vegar flæktust málin þegar á mótstað var komið. Kom þar í ljós að Kjarni hefði ekki þessa "alþjóðlegu bólusetningar sprautu" í sér svo ekki var hann löglegur inn á mótið. Var það mikið sjokk og sérstaklega þegar 6 aðrir hestar frá íslenska landsliðinu bættust í hópinn. Staðan þarna var sú að 7 af 10 krökkum frá Íslandi voru hestlausir. En að sjálfsögðu reddaðist þetta, þótt hestakosturinn hafi ekki verið alveg að sama tagi.
Kjarni fékk bara að fara aftur í hólfið sitt.

Nanna skrapp á danska meistaramótið, þar sem Stig Joorgensen bjargaði henni og lánaði henni Glampasoninn Geisla frá Gýgjarhóli. Náðu þau vel saman og urðu í 5.sæti í gæðingaskeiði, 6.sæti í fimmgang og tóku bronsið í slaktaumatölti. 

Nanna í slaktaumatöltinu

 Eins og áður sagði lærði hún mikið þar sem þetta voru allt greinar sem hún var að taka þátt í, í fyrsta sinn.

verðlaunaafhending T6


 Íslenska landsliðið stóð sig vel og tók það heim með sér 1 gull (T7) 1 silfur (F2) og 2 brons (T5 & T6).  

Landsliðið á mótsetningunni.
Eitt kvöldið var svokallað "þjóðakvöld". Þar sem öll löndin komu með gjafir frá sínu landi og voru með atriði. Íslendingarnir mættu í lopapeysum og gúmmítúttum, sungu ríðum, ríðum, gáfu hangikjöt,nammi og ösku í krukku handa hverjum og einum.


Atriðið frá Íslandi

Læt síðan nokkrar myndir fylgja með frá hinu og þessu


Boxin


Lokaathöfnin


Geisli frá Gýgjarhóli


Íslenska landsliðið á lokaathöfninni.


Nanna Lind himinsæl lok móts

08.07.2010 01:23

Ótitlað

Jæja gott fólk, lífið hér í sveitinni gengur sinn vanagang, útreiðar hafa gengið nokkuð vel þó ennþá beri á stöku veiku hrossi! Það sem er fréttnæmast héðan þessa dagana er að loksins er komið að brottför hjá Nönnu Lind en hún var eins og mörgum er kunnugt valin ásamt 8 öðrum unglingum til þess að fara á Youth Cup sem er alþjóðlegt hestaíþróttamót unglinga og er það að þessu sinni haldið í Danmörk.
Er þetta mikill heiður fyrir hana og upplifun að fá að spreyta sig erlendis með úrvals kennurum og í mismunandi keppnisgreinum.
Vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem eru búnir að vera svo vænir að styrkja Nönnu til þessarar ferðar með fjárframlögum sem og öðrum gjöfum. Það verða spenntir foreldrar sem sitja heima og bíða frétta af dömunni:)

Bestu kveðjur úr sveitinni
Herdís og Biggi
  • 1
Flettingar í dag: 3501
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 2003
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 928946
Samtals gestir: 66540
Tölur uppfærðar: 21.6.2024 09:52:02