Færslur: 2009 Júní

23.06.2009 00:52

Gæðingakeppni Funa o. fl

Jájá allt er á fullu eins og vanalega í Litla-Garði & Árgerði.
Síðustu helgi var Gæðingakeppni Funa, og má segja að öll hrossin sem við fórum með voru að þreyta sína fyrstu tilraun á keppnisvellinum.  Biggi varð í 2.sæti í A-flokk á Kiljan frá Árgerði með einkunnina 8.40. Já þetta var spennandi og óvenju sterkir hestar á mótinu.
Enn jæja í B-flokk voru 3 hross frá Árgerði í úrslitum. Þ.e.a.s  3.sæti Týja frá Árgerði & Gísli, 4.sæti Dynur frá Árgerði  & Biggi og svo í 5.sæti Gletting frá Árgerði & Nanna Lind.
Biggi sigraði síðan töltið á Dimmbrá frá Egilsstaðabæ með einkunnina 6.73 og Nanna Lind vann unglingaflokkinn á Tristanssyninum Tón frá Litla-Garði.

 17 júní gerðist leiðindaratburður. Komma frá Árgerði hafði verið að kasta um nóttina, og þegar komið var að henni var folaldið steindautt og hafði einungis hausinn komin út.  Komma  sem var orðin 21v var orðin kvalin og  tekin var sú ákvörðun að lóga henni.  Komma fór undir Þokka frá Kýrholti í fyrra, svo þetta var mikill missir. Já þetta var hundfúlt enn þeir missa sem eiga.

Þessa dagana má segja að það hafi verið tiltekt í hrossunum. Búið er að reka allan útigang heim og flokka, setja tryppin fram á dal, taka veturgömlu tryppin og binda þau til að spekja þau.

Einnig hafa litlu graddarnir verið að fara í hólf.
Kiljan frá Árgerði verður hér heima allavega fyrragangmál og verður honum sleppt á morgun í hólfið (24.júní 09). Takið eftir það eru enn örfá laus pláss fyrra gangmál.
3v. Folinn Gangster frá Árgerði sem er undan Glæðu frá Árgerði og Hágang frá Narfastöðum verður í hólfi á Hólum í Eyjafirði í sumar.

Gangster frá Árgerði
Einnig kom pabbi Herdísar, Ármann í gær og sótti Dimmbrá og tók með sér 3v folann Frama frá Árgerði sem verður í hólfi við Egilsstaðabæ.

Frami frá Árgerði
Einnig fóru fimm ungfolar í ungfolahólfið í Samkomugerði það voru:
Jarl frá Árgerði, 2.vetra undan Snældu frá Árgerði og Tígli frá Gígjarhóli
Hreimur frá Litla-Garði, 2.vetra undan Melodíu frá Árgerði og Hágang frá Narfastöðum
Gjafar frá Litla-Garði, veturgamall undan Tíbrá frá Ási 1 og Tristan frá Árgerði
Nn frá Árgerði, veturgamall undan Hrefnu frá Árgerði & Glym frá Árgerði 
Nn frá Árgerði, veturgamall undan Glæðu frá Árgerði & Smára frá Skagaströnd.

Ég vil minna á Héraðsmótið sem er á Melgerðismelum næstu helgi, það þarf að skrá fyrir 24. Júní hjá Bigga í síma 8961249 eða í netfang: [email protected]   Skráningargjald er 1000 kr. hverja grein.


Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði.

 


15.06.2009 11:26

Ný afstaðin kynbótasýning á Melgerðismelum

Jæja, þá er kynbótasýningin búin og gekk hún bara alveg hreint ágætlega. Góðar raddir eru um völlinn og gekk þetta allt mjög smurt fyrir sig.
Biggi fór með 8 hross í fullnaðar dóm og 1 í byggingardóm. Gekk það upp og niður, enn bara eins og búast mátti við.
Biggi sýndi tvær 4v hryssur þær Snörp frá Æsustöðum og Prinsessu frá Breiðabólsstað.
Snörp er undan Tristan frá Árgerði og Skuld frá Tungu, hlaut hún 8.28 fyrir sköpulag (þ.a. 9 fyrir höfuð, réttleika & hófa) og kom hún út með 7.78 og var 2. í flokki 4v. hryssna. Snörp er rosalega efnileg hryssa sem Biggi er spenntur fyrir að vinna með næsta vetur, þegar hún er orðin sterkari og öruggari.

Snörp frá Æsustöðum
Prinsessa er undan Vökli frá Síðu og Kæju frá Breiðabólsstað, hún kom út með 7.46 og á mikið inni í framtíðinni þegar búið er að púsla öllu saman sem býr í henni.
Einnig sýndi Biggi, Frenju frá Miðdal sem fór í 8.11 fyrir sköpulag og kom út með 7.61
 
Nagladóttirin Frenja frá Miðdal

Geldingin, Dyn frá Árgerði sýndi hann og kom hann út með 7.78 (hæfileikar: 7.88 - sköpulag: 7.63)

Tristanssonurinn Dynur frá Árgerði

Klárhryssan Dimmbrá frá Egilsstaðabæ (u: Víking frá Voðmúlastöðum og Dimmu frá Egilstaðabæ) var sýnd í fyrsta sinn nú og fór beint í 1.verðlaun.
Sköpulag: 7.93
Hæfileikar: 8.08 - þ.a. 9 fyrir tölt & vilja og geð
Aðaleinkunn: 8.02

Dimmbrá frá Egilsstaðabæ

Einnig fór stóðhesturinn Kiljan frá Árgerði í fyrsta sinn nú í dóm og stóð svo efstur í flokki stóðhesta 6v. og eldri. Kom hann bísna vel út, enn á enn mikið inni. Hann lækkaði úr 8.13 í 8.02 í byggingu og fór í 8.48 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn: 8.30.

Kiljan frá Árgerði (sjá fleiri myndir hér )

Gaman er að segja frá því að einnig var hryssa frá Árgerði í efsta sætinu í flokki hryssna 7v og eldri.  Ásdís Helga Sigursteinsdóttir sýndi Von frá Árgerði og náði hún hvorki meira né minna enn 8.60 fyrir hæfileika, 8.08 f. sköpulag og 8.39 í aðaleinkunn.

Von frá Árgerði-sumar 08

Jájá, nú er bara verið að temja og þjálfa á fullu á báðum bæjum.
Gæðingakeppni Funa næstu helgi, muna skrá sig fyrir 17.júní hjá Bigga í síma 8961249 eða [email protected]


Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði

10.06.2009 22:24

Helstu fréttir !

Já, sumarið er komið og allt að gerast, margt er í gangi í  Litla-Garði & Árgerði og ætla ég að segja frá því helsta sem hefur verið um að vera síðast liðinn mánuð.
              Camilla Hooj er nú komin til starfa við tamningar í Litla-Garði, en hún lauk 1.árs námi á Hólum í vor. hún mun starfa hér til lok júlí. Einnig mun Magnús sem hefur verið að vinna hér í vetur vinna út sumarið.

Camilla                                      Magnús

En næst fréttir af kynbótastarfinu, folöld hafa verið að faðast á báðum bæjum.
              Í Litla-Garði eru  6 hryssur kastaðar, það eru Snerpa frá Árgerði, Sónata frá Litla-hóli, Sunna frá Árgerði, Gyðja frá  Teigi, Silfurtá frá Árgerði og Snælda frá Árgerði.
 • -Undan Snerpu kom rauðstjörnótt hryssa undan Gangster frá Árgerði.
 • -Undan Gyðja frá Teigi kom rauðstjörnóttur hestur undan Gangster frá Árgerði.
 • -Undan Sunnu frá Árgerði kom brún hryssa undan Andvara frá Akureyri (F: Adam Ásmundarstöðum, M: Elding frá Blönduósi) einnig kastaði Silfurtá  brúnum hesti undan sama hesti.
 • -Undan Snældu frá Árgerði kom jörp hryssa undan Tind frá Varmalæk.

  Sindri Snær knúsar kátur gæfu hryssuna :)

 • Í Árgerði eru x hryssur kastaðar þær eru
 • -Glæða frá Árgerði sem fór undir Hróð frá Refsstað og kastaði hún rauðri hryssu sem er í eigu Ásdísar Helgu Sigursteinsdóttir.
 • -Undan Nös frá Árgerði kom rauðtvístjörnótt hryssa undan Blæ frá Hesti.
 • -Undan Græju frá Árgerði kom rauðtvístjörnóttur hestur undan Gangster frá Árgerði.

..................

Gleðitíðindi, nýtt tamningarpar er komið í fjörðinn, þar eru Ásdís  Helga Sigursteinsdóttir, barnabarn Dísu í Árgerði og kærasti hennar, Gisli Steinþórsson frá Kýrholti. Ætla þau að stunda tamningar í Árgerði.
            Til gamans má geta að einnig er móðir Ásdísar, dóttir Dísu, hún Alda Björg (Bogga) er flutt í Eyjafjörðinn á ný eftir 28 ára búsetu á Neskaupstað.

Kynbótasýningar standa yfir núna, enn meira um hana kemur seinna, þegar yfirlitinu er lokið sem er á morgun.


Litli sæti prinsinn hann Sámur

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði :)
 • 1
Flettingar í dag: 439
Gestir í dag: 173
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 264
Samtals flettingar: 619257
Samtals gestir: 36698
Tölur uppfærðar: 27.9.2023 11:01:49