Færslur: 2013 Apríl

25.04.2013 09:58

Gleðilegt sumar...


Byrjum þessa sumarfærslu á fjögurra ára gamalli mynd af einum besta vor og sumarboða sem til er. Hér er hún Sónata okkar frá Litla-Hóli með Farsæl frá Litla-Garði nýkastaðann. Farsæll er í dag í eigu Magnúsar Inga Magnússonar, er á fjórða vetri og ennþá graður. Lofar hann verulega góðu og gefur föður sínum Gangster frá Árgerði gott orð sem kynbótahesti. Sónata hefur reynst vel sem ræktunarhryssa. Hún missti reyndar folald fyrir nokkrum árum og þurfti dýralæknaaðstoð til að ná því út og hefur hún haldið misjafnlega eftir það. En undan henni eru til dæmis Tónn frá Litla-Garði frúarhesturinn á bænum;Einnig albróðir hans Skjóni frá Litla-Garði en þeir eru báðir undan honum Tristan okkarOg svo er það hún Glymra litla Glymsdóttir sem er sú fjórða á tamningaraldri.Glymra er á fimmta vetur og er virkilega efnileg hryssa, hágeng og geðgóð. Eigum eftir að taka myndir af henni í reið. 

Af tryppum er aðeins einn veturgamall foli til og er hann undan Gangster. Svo er vinkonan fylfull á ný. Spennandi að sjá, mjög svo eiguleg hross undan henni. 

En hlutir ganga vel hér í Djúpadalnum. Vorverk læðast inn á milli mjög svo annasamra útreiðadaga, smekkfullt hús er af hrossum og er dágóður hópur af hrossum sem stefnt er með í sýningu. Fyrsta sýning ársins er í næstu viku á Sauðárkróki og stefnir Biggi þangað með tvær hryssur í fullnaðardóm og einn ungan stóðhest í byggingardóm. Meira um það síðar :)

15.04.2013 12:32

Skeiðað á mánudegi ...Svona eru allir mánudagar í Litla-Garði, bóndinn er bara á brunskeiði út um allan Djúpadal :) 

Tekur hér Sigurdís frá Árgerði til kostanna en hún er Hágangsdóttir á 7. vetur sem var sýnd í fyrra með 7.91 í aðaleinkunn. 

08.04.2013 12:51

Mirra frá Litla-Garði


Næst í röðinni er Mirra frá Litla-Garði. 

Mirra er ein af efnilegri hryssunum í húsinu og er sú fjórða í röðinni hjá okkur undan honum Glym frá Árgerði. Mirra er á fimmta vetur og móðir hennar er 1.v hryssan Vænting frá Ási

Mirra átti slysafang þegar hún var á þriðja vetur http://www.litli-gardur.is/blog/2011/04/27/519542/ og var það ljómandi foli. 

Mirra er nú á fimmta vetur og blómstar sem aldrei fyrr. Fluggeng og gullfalleg hryssa sem stefnt er með í dóm í ár og á hún að verða ræktunarhryssa hérna hjá okkur. Virkilega næm og sjálfgerð að flestu leyti. Nákvæmlega það sem maður vill hafa í kynbótahryssu.

Hérna er nokkrar myndir af henni eins og hún er núna í byrjun apríl 2013 :)

Það verður vægast sagt spennandi að fylgjast með þessari þróast áfram.

Hér má sjá aðeins fleiri myndir af Mirrunni minni eins og Biggi orðar það.

05.04.2013 12:41

Emilíana frá Litla-GarðiVið sögðum frá því hér um daginn í frétt þar að í húsinu eru fimm hryssur undan Glym frá Árgerði. 
Við komum með myndir af tveim þeirra hérna í fyrradag og hér er sú þriðja. 

Emilíana frá Litla-Garði er á sjöunda vetur, klárhryssa undan Snældu-Blesadótturinni Elvu frá Árgerði. Er hún þá sammæðra mörgum góðum gæðingum, keppnishrossum í fremstu röð og 1.verðlauna kynbótahrossum. Emilíana er mjög falleg hryssa sem býr yfir mörgum verulega skemmtilegum kostum og er stefnt með hana í dóm í vor. Er hún síðasta afkvæmi Elvu eftir í okkar eigu og á að taka við af henni sem ræktunarhryssa hjá okkur.


03.04.2013 20:26

JARLINN ....

Næstur í röðinni er stóðhesturinn Jarl frá Árgerði. Jarl er á sjötta vetur, faðirinn er Tígull frá Gýgjarhóli og móðirin er Snælda frá Árgerði

Stefnt er með Jarl í dóm í vor og keppni í sumar jafnvel. Er hann gríðarlega vaxandi hestur með mikla útgeislun. 

03.04.2013 20:06

Systur undan Glym frá Árgerði

Jæja, þá er þessu myndavélahallæri hjá okkur að ljúka! Tókum myndir í dag af flottum, efnilegum hrossum sem eiga framtíðina fyrir sér :)

Viljum byrja á að minnast eins albesta hests sem við höfum ræktað, Glym frá Árgerði en hann féll frá langt fyrir aldur fram í haust, aðeins 11 vetra að aldri. Eyddi hann síðustu árunum sínum í Danmörku.Byrjum á systrunum undan Glym frá Árgerði en við erum með einar fimm verulega álitlegar hryssur undan honum í húsinu á aldursbilinu 5-7 vetra. 

Byrjum á Sóldögg frá Litla-Garði en hún er á sjötta vetri og í eigu Kára Fanndal Reykjavík. Móðir hennar er Snerpa frá Árgerði (m. Kveikja frá Árgerði f. Víkingur frá Voðmúlastöðum).
Næst er Gloppa frá Litla-Garði en hún er líka á sjötta vetri og undan Toppu frá Egilsstaðabæ, dóttur Topps frá Eyjólfsstöðum.


02.04.2013 20:18

Starfskraftur/ar óskast
ERTU TAMNINGARMAÐUR EÐA KONA SEM HEFUR ÁHUGA Á AÐ BÚA Í SVEIT?

Okkur vantar að ráða 1-2 einstaklinga við tamningar, þjálfun og tengd störf frá og með 1.maí 2013. 3ja herbergja íbúð með eða án húsgagna fylgir með fyrir réttu einstaklingana. Upplagt fyrir par sem hefur áhuga á að vinna með góð hross á viðurkenndum hestabúgarði norður í landi, 23 km frá Akureyri. 

Viðkomandi verður að hafa töluverða reynslu af tamningum og hirðingu hrossa. Keppnisreynsla æskileg en ekki skilyrði. 

Allar frekar upplýsingar eru gefnar upp í síma 896-1249 (Biggi) eða á netfangið [email protected]

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Are you a horsetrainer, man or woman who is interested in working in Icelandic horsefarm?

We need to hire 1-2 individuals riding, training and related activities as of May 1st 2013. 3 bedroom apartment with or without furniture included for the right indeviduals. Ideal for a couple who are interested in working with good horses in a recognized horse ranch north of the country, 23 km from Akureyri.

Individuals must have considerable experience of training and care of horses. Competition experience recommended but not required.

All further information is given by phone 896-1249 (Biggi) or email [email protected]


  • 1
Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1981
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 977113
Samtals gestir: 69405
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 04:57:26