Færslur: 2009 September

05.09.2009 15:13

Haustið komið og verkefnin bíða

Já það er sko heldur betur farið að kólna í veðri og haustið svo sannarlega farið að segja til sín.
Síðustu helgi var Bæjakeppni Funa og skelltu feðginin sér á það mót til gamans.
Biggi vann karlaflokkinn á Tristan frá Árgerði og Nanna Lind vann unglingaflokkinn á Vísi frá Árgerði.
Eftir keppnina var svo mikið og gott hlaðborð og verðlaunaafhending.

Nú er verið að vinna í ýmsum haustverkum hér.
Sindri Snær er byrjaður í skóla og líkar bara ágætlega fyrir utan það að þurfa vakna svona rosalega snemma, það er alveg glatað segir hann ;)

Sindri tannlaus og fínn á leið í skólann.

Nýtt eldhús er komið upp í Litla-Garði. Hverju einasta snitti var hent út og sett nýtt og glæsilegt í staðinn. Magnús vinnumaður sá um alla vinnuna og má segja að það hafi komið bísna vel út hjá honum.

FYRIR
 


EFTIR

 Göngur eru núna og helgina og verður ábyggilega margt í kringum þessar blessaðar rolluskjátur næstu daga.

Einnig er verið að bæta við stíum í hesthúsinu. Þar sem kálfarnir voru koma nú 4 mjög rúmgóðar einhesta safnstíur.

Verið er að reyna gera síðustu tilraunir við að halda hryssum sem ekki hafa fengið og gengur það misvel.
Tíbrá frá Ási 1 kom heim frá stóðhesti í lok júlí. Hafði hesturinn ráðist á hana og því er ómögulegt að halda henni núna. Alltaf leiðinlegt þegar svona góðar hryssur missa úr ári eða árum.


Hér eru tveir myndir af sárunum hennar. Skelfilegt að sjá svona.


05.09.2009 14:10

Haustið komið og verkin bíða


  • 1
Flettingar í dag: 402
Gestir í dag: 166
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 264
Samtals flettingar: 619220
Samtals gestir: 36691
Tölur uppfærðar: 27.9.2023 10:40:35