Færslur: 2013 Júní

28.06.2013 20:00

Folöld 2013 - Gangstersafkvæmi

Jæja þá er meirihluti folaldanna fæddur hér í Litla-Garði og öll í Árgerði sem koma þetta árið. Er það þrælmyndarlegur hópur af framtíðargæðingum:

Fæddust nokkur undan honum Gangster okkar og bindum við vonir við hann sem kynbótahest, aðeins búið að temja undan honum og folöld og tryppi virka gullfalleg, hreyfingargóð og mjög skynsöm. Einnig litfögur, Gangster hefur gefið ýmsa liti og þ.á.m þennan fallega glófexta faxlit.

Hér er hluti afkvæma hans fædd hjá okkur 2013:


Þessi fallegi foli er undan Kjarnadótturinni Hremmsu frá Litla-Garði - Eigendur Biggi og Herdís


Annar myndarfoli undan Tývu frá Árgerði en hún er undan Tývari frá Kjartansstöðum og Kveikju frá Árgerði - Eigendur Magni og Dísa


Okkur vantar reyndar betri mynd af þessum en hann er einn sá flottasti sem hefur komið lengi, hestfolald undan 1.v hryssunni Væntingu frá Ási - eigendur Herdís og Biggi


Falleg móálótt skvísa undan Blikudótturinni Gná frá Árgerði - Eigendur Magni og Dísa




Næst í röðinni er lítil dúlla sem hefur hlotið nafnið Víma frá Litla-Garði en móðir hennar veiktist illa í vetur og var í rauninni milli heims og helju en var hjúkrað til heilsu og var mikilli ótti yfir að hún hefði látið fylinu en kom ekki sæt móálótt gella - Móðirin er 1.v hryssan Tíbrá frá Ási

En látum þessi duga í bili, more coming up :)

19.06.2013 18:58

Ungir, fjörugir og efnilegir



Þá voru nokkrir ungir og efnilegir að eignast sína síðu hérna á facebook. Allt eru þetta skemmtilega ættaðir og efnilegir folar. Endilega heimsækið þá og sjáið framtíðargæðingana :)





HÉR ERU SÍÐURNAR ÞEIRRA

17.06.2013 17:11

Ýmislegt úr sveitinni

Veðurguðirnir leika aldeilis við okkur þessar vikurnar og er bara Spánarveður dag eftir dag, viku eftir viku hérna. Alltaf er nóg að gera í sveitinni og verður þessi fréttafærsla ansi blönduð af alskyns efni og myndum :)

Gangsterinn er farinn að taka á móti hryssum á húsmáli ef húsmál mætti kalla. Þær eru í hólfi rétt við bæinn og er hann aðeins hjá þeim á daginn og undir miklu eftirliti, þ.e hvenær þær beiða o.s.frv. Fékk hann þangað miklar drottningar í röðum og eru 10 1.v hryssur þar t.d.





Verður þetta fyrirkomulag þar til honum verður sleppt í stórt hólf í Miðgerði og tekur þar á móti hryssum á fyrra gangmál. Ekki er annað að sjá en að honum líki það vel.

Biggi skellti sér í úrtöku á Blönduós með hryssu í eigu Magga í Steinnesi sem hefur verið hjá okkur í þjálfun í vetur og einnig í fyrra en það er hin 6.v Skerpla frá Brekku í Fljótsdal. Gekk það alveg glimrandi vel og urðu þau efst í A-flokki eftir forkeppni og hlutu þar með farmiða á FM vesturlands og enduðu svo í 2.sæti eftir úrslitin.









Skerpla er undan Gustssyninum Grásteini frá Brekku og er virkilega skemmtileg, létt og fjaðurmögnuð hryssa. Hún er gríðarvaxandi og er hægt að stilla henni upp nánast hvar sem er, íþróttakeppni eða gæðingakeppni. Skerpla er til sölu og er best að hafa samband við Magga beint ef áhugi er fyrir hágengri, skemmtilegri, taumléttri alhliða hryssu.

En það fylgir nú alltaf miðum júní að koma fénu á fjall og er það nú alltaf svoldið skemmtilegt. Núna fóru Herdís, Biggi og Sindri Snær saman með þær og gerðu sér glaðan dag með.


Kindurnar heldur betur klárar að komast uppeftir


Og aðalsmalinn heldur betur klár líka á uppáhalds Vissu sinni


Þær rata nú :)


Adios amigos, sjáumst í haust


Sindri og Skundi


Myndarfeðgar í kvöldsólinni


Oooog myndarmæðgin líka :)


Gleði gleði - sumargleði

14.06.2013 09:35

Nákvæmar upplýsingar með notkunarstaði Gangsters

IS2006165663 Gangster frá Árgerði



Faðir IS1997158469 - Hágangur frá Narfastöðum
Móðir IS1987265660 - Glæða frá Árgerði

Gangster tekur á móti hryssum í húsnotkun og fyrra gangmál í Litla-Garði Eyjafjarðarsveit . Seinna gangmál verður hann Flagbjarnarholti í Landssveit.

Gangster hlaut í kynbótadóm á Melgerðismelum 2013 f byggingu 8,16, hæfileika 8,94 og í aðaleinkunn 8,63. Þar af bar hæst 9,5 fyrir brokk, 9 fyrir tölt, vilja/geð, fegurð í reið, fet og prúðleika.

Verð í Litla-Garði 100,000 + vsk Verð í Flagbjarnarholti 100,000+ vsk + 17,000 girðingargjald. Sónarskoðun innifalin í verði.
Allar upplýsingar gefur Stefán Birgir Stefáns í s. 896-1249 og [email protected]


11.06.2013 16:15

Gangster - Notkun


Gangster á hægu tölti 


Þá fara málin að skýrast með Gangster frá Árgerði og notkunarstaði hans í sumar en hann verður hér í Eyjafirði á vegum Stefáns og Herdísar fyrra gangmál og í húsnotkun, tollurinn undir hann mun kosta 100 þús með hagagjaldi og sónar + vsk en hann er byrjaður að taka á móti hryssum á húsmáli. Stefnt er að honum verið sleppt í hólf upp úr miðjum mánuðnum en frekari upplýsingar um það gefur Stefán Birgir í síma 8961249.

Línur fara að skýrast með seinna tímabil en það stefnir allt í að Gangster verði þá til afnota á Suðurlandi en nánari staðsetning yrði auglýst um leið og það yrði endanlega ákveðið. 

Gangster á orðið nokkur afkvæmi og eru elstu afkvæmin nú á fjórða vetur. Er búið að temja tvö þeirra og sýna einn sem sjá má hér fyrir neðan. Folöld og tryppi undan honum lofa mjög góðu, fljót að læra veturgömul þegar þau eru tekin til fortamningar, forvitin og námsfús, kát og skemmtileg. 


Geysir frá Árgerði   f. 2012
F. Gangster 


Vaka frá Árgerði f. 2012
F. Gangster


Nn frá Árgerði
F. Gangster 


Nn frá Litla-Garði f. 2012
F. Gangster 

Endilega hikið ekki við að hafa samband ef þið hafið spurningar, [email protected] eða 8961249 Stefán Birgir

11.06.2013 16:11

Sindri og Tónn með sitt fyrsta gull

Um síðustu helgi gerðist sá stóri viðburður í lífi hins 10 ára Sindra Snæs að vinna sitt fyrsta gull á ferlinum. Sindri er mjög áhugasamur strákur sem er enn að feta sín fyrstu spor á keppnisbrautinni.



Sindri keppti á Tristanssyninum Tóni frá Litla-Garði sem hann fékk lánaðan hjá mömmu en Tónn er frúarhesturinn á bænum. Algjör dýrgripur sem allir geta riðið á og haft gaman af. 

Mót þetta var gæðingakeppni Funa og var riðin hefðbundin forkeppni með feti og stökki.




Flottir einbeittir félagar í úrslitunum



Flottur ! 

08.06.2013 09:23

Video af þeim feðgum

Erum búin að græja video af bæði Farsæl og Gangster frá fordómnum 05.06.13

Hér má sjá hann Farsæl



Og svo Gangster:

07.06.2013 19:56

Gangster og Farsæll :)

Eins og áður kom fram hér í frétt þá sló Gangsterinn okkar magnaði heldur betur í gegn í vikunni í kynbótadómi og bætti hann um betur í dag á yfirlitssýningu.

Hér má sjá video af Gangster sem tekið var í fordómnum :)





Hér er fullnaðardómurinn hans út (það sem er skáletrað hækkaði hann í yfirlitinu):

Aðaleinkunn: 8,63

 

Sköpulag: 8,16

Kostir: 8,94


Höfuð: 8,0
   2) Skarpt/þurrt   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   4) Hátt settur   5) Mjúkur   

Bak og lend: 8,5
   7) Öflug lend   8) Góð baklína   

Samræmi: 8,0
   1) Hlutfallarétt   

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: E) Brotin tálína   

Hófar: 8,5
   1) Djúpir   4) Þykkir hælar   H) Þröngir   

Prúðleiki: 9,0

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip   5) Skrefmikið   

Brokk: 9,5
   1) Rúmt   3) Öruggt   4) Skrefmikið   


Skeið: 8,5
   2) Takthreint   3) Öruggt   

Stökk: 8,5
   1) Ferðmikið   


Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   4) Mikill fótaburður   

Fet: 9,0
   1) Taktgott   2) Rösklegt   3) Skrefmikið   

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 7,5

Erum alveg í skýjunum með þetta en innst inni vissum við alltaf að þetta byggi í hestinum, alltaf gaman samt þegar allt gengur upp sem skyldi. Hér eru nokkrar myndir í viðbót af Gangster frá því í yfirlitinu í dag: 












Ekki nóg með að kynbótadómurinn á Gangster gengi vel var hans fyrsta afkvæmi dæmt á þessari sýningu einnig. Gangster er 7.v þannig að hans fyrsti árgangur var taminn í vetur en 2009 fæddust nokkur afkvæmi hans og þar á meðal hann Farsæll frá Litla-Garði en hann er sameign Litla-Garðshjónanna og Magnúsar Inga Mássonar vinar þeirra. Hann er undan henni Sónötu okkar frá Litla-Hóli sem hefur skilað okkur góðum hrossum. 



Farsæll er ofboðslega mikill getuhestur með gríðargott jafnvægi á gangi strax, hann er klárhestur (ennþá) og svipar mikið til Gangsters að mörgu leyti. 

Héraðssýning á Melgerðismelum 5. júní til 7. júní

Dagsetning móts: 05.06.2013 - 07.06.2013 - Mótsnúmer: 12 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2009.1.65-655 Farsæll frá Litla-Garði

Sýnandi: Stefán Birgir Stefánsson

Mál (cm):

137   129   132   61   135   35   44   41   6.2   29   17.5  

Hófa mál:

V.fr. 8,4   V.a. 7,6  

Aðaleinkunn: 7,95

 

Sköpulag: 8,00

Kostir: 7,91


Höfuð: 8,0
   3) Svipgott   7) Vel borin eyru   

Háls/herðar/bógar: 8,0
   1) Reistur   5) Mjúkur   D) Djúpur   

Bak og lend: 7,5
   2) Breitt bak   G) Afturdregin lend   J) Gróf lend   

Samræmi: 8,5
   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 7,5
   4) Öflugar sinar   G) Lítil sinaskil   

Réttleiki: 8,0
   Afturfætur: E) Brotin tálína   

Hófar: 8,0
   7) Hvelfdur botn   

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 8,5
   1) Rúmt   2) Taktgott   

Brokk: 8,5
   1) Rúmt   3) Öruggt   

Skeið: 5,0

Stökk: 7,0
   E) Víxl   

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 8,5
   1) Mikið fas   

Fet: 9,0
   1) Taktgott   2) Rösklegt   3) Skrefmikið   

Hægt tölt: 7,5

Hægt stökk: 7,5


Farsæll náði einkunnarlágmarki á Fjórðungsmót Austurlands og er nú í skoðun hvort þangað er stefnt en það þykir mjög líklegt þar sem hann hefur ekki sagt sitt síðasta enn á þessu ári að okkar mati. 





Einnig fæðast folöldin núna undan Gangster og virðist hann lofa verulega góðu sem kynbótahestur. Gullfalleg folöld, háfætt og áberandi framfalleg, forvitin og skemmtileg. 


07.06.2013 19:42

Kynbótasýning á Melgerðismelum - hryssurnar

Jæja þá lauk í dag yfirlitssýningu á Melgerðismelum í brakandi blíðu og má segja að við séum heilt yfir ansi ánægð með okkar árangur. 

Sýnd voru 10 hross og þar af 7 í fullnaðardóm og 3 einungis byggingardæmd. 8 hryssur og tveir stóðhestar. 


Gyðja frá Árgerði er 6.v hryssa undan Kjarna og Gná frá Árgerði og í eigu Ásdísar og Sigursteins pabba hennar. Hún hlaut 7.89 fyrir byggingu og 7.66 fyrir hæfileika og 7.75 út og á inni báðum megin að okkar mati og er stefnt á síðsumars aftur. 


Dögun frá Uppsölum er 6.v klárhryssa undan Borða frá Fellskoti og Teistu frá Stóra-Vatnsskarði og í eigu Sunnu Alexandersdóttur og Hákons Arnarssonar. 

Sköpulag
Höfuð8
Háls/herðar/bógar8
Bak og lend8
Samræmi8
Fótagerð7.5
Réttleiki7.5
Hófar8
Prúðleiki7
Sköpulag7.85
Kostir
Tölt8.5
Brokk8
Skeið5
Stökk8.5
Vilji og geðslag8.5
Fegurð í reið8.5
Fet8
Hæfileikar7.82
Hægt tölt7.5
Hægt stökk8
Aðaleinkunn7.83



Emilíana okkar frá Litla-Garði er 7.v klárhryssa undan Glym og Elvu frá Árgerði og í eigu Litla-Garðshjónanna. Henni gekk ekki sem skyldi þetta skiptið, akkúrat í bullandi hestalátum en hún hlaut 7.45 í aðaleinkunn skeiðlaus og á alveg helling inni. 


Karen frá Árgerði er 7.v dóttir Hágangs frá Narfastöðum og Kveikju frá Árgerði og einnig í eigu Litla-Garðshjónanna. 
Sköpulag
Höfuð8
Háls/herðar/bógar8
Bak og lend7.5
Samræmi8
Fótagerð7.5
Réttleiki6.5
Hófar8
Prúðleiki7.5
Sköpulag7.76
Kostir
Tölt8
Brokk8
Skeið7.5
Stökk7.5
Vilji og geðslag8
Fegurð í reið8
Fet7.5
Hæfileikar7.85
Hægt tölt7.5
Hægt stökk7
Aðaleinkunn7.81


Sigurdís frá Árgerði er líka 7.v dóttir Hágangs frá Narfastöðum og Silfurtá frá Árgerði, hún hlaut 7.98 fyrir byggingu og 7.69 fyrir hæfileika og 7.81 í aðaleinkunn. 

Þær sem voru byggingardæmdar voru Aldís frá Krossum 5.v undan Álfi frá Selfossi 7.68, Gletta frá Kolgerði 4.v undan Kosti frá Skagaströnd 7.85 og Gerpla frá Nautabúi 7.v undan Glampa frá Vatnsleysu 7.76.

06.06.2013 14:37

Gangsterinn magnaði


Gangster frá Árgerði og Biggi áttu sannkallaða stjörnusýningu í gær 05.06 en þeir hækkuðu dóm sinn bæði fyrir byggingu og hæfileika frá því Gangster var 5.v og sýndur sem klárhestur. Hlaut Gangster þá 8.11 fyrir byggingu og 8.20 fyrir hæfileika og þar af 9.0 fyrir tölt, brokk. stökk og vilja. 

Núna er Gangster orðinn 7.v og aldeilis klár í að sýna allt sem í honum býr. Hlutu þeir félagar glæsitölur í gær en byrjuðu á að hækka byggingardóminn í 8.16 þar sem hann hækkar um hálfan fyrir bak og lend og prúðleika en heldur sér annars staðar. 

Héraðssýning á Melgerðismelum 3. júní til 7. júní

Dagsetning móts: 03.06.2013 - 07.06.2013 - Mótsnúmer: 12 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2006.1.65-663 Gangster frá Árgerði

Sýnandi: Stefán Birgir Stefánsson

Mál (cm):

140   131   137   65   141   38   48   43   6.5   30.5   19  

Hófa mál:

V.fr. 8,8   V.a. 8,3  

Aðaleinkunn: 8,57

 

Sköpulag: 8,16

Kostir: 8,84


Höfuð: 8,0
   2) Skarpt/þurrt   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   4) Hátt settur   5) Mjúkur   

Bak og lend: 8,5
   7) Öflug lend   8) Góð baklína   

Samræmi: 8,0
   1) Hlutfallarétt   

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: E) Brotin tálína   

Hófar: 8,5
   1) Djúpir   4) Þykkir hælar   H) Þröngir   

Prúðleiki: 9,0

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip   5) Skrefmikið   

Brokk: 9,0
   1) Rúmt   3) Öruggt   4) Skrefmikið   

Skeið: 8,5
   2) Takthreint   3) Öruggt   

Stökk: 8,0
   1) Ferðmikið   

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   4) Mikill fótaburður   

Fet: 9,0
   1) Taktgott   2) Rösklegt   3) Skrefmikið   

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 5,0

Gangster er það sem má kalla klárhest með skeiði :) hann á meira segja aðeins inni í hæfileikum en yfirlitið er eftir, hæga stökkið var fullhratt að dómaranna mati og hlaut hann 5 fyrir það og þ.a.l aðeins 8.0 fyrir stökk en hann var með 9.0 fyrir. Hvort hann haldi níunni þar kemur í ljós á morgun föstudag en með þessari skeiðeinkunn yrðum við alsæl með 8.5 og teljum hann eiga það allavega alveg skuldlaust. 






Svífur vel á brokkinu ..



Já og skeiðinu líka :) 


Úrvals geðslag og fullkominn vilji! 9.0 fyrir fet - klár í það hvenær sem er


Engin gangtegund slæm



Frábærir félagar Gangster og Biggi ! :)

  • 1
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 539
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 1114584
Samtals gestir: 75160
Tölur uppfærðar: 8.9.2024 00:51:36