Færslur: 2015 Maí
31.05.2015 14:52
Vonarstjörnur 2015
Sælir kæru lesendur.
Vænting og Gullborg frá Litla-Garði.
Þá er maí mánuður senn á enda og kveðjum við hann með litlum söknuði sökum kuldatíðar. Lífið og tilveran hefur, þrátt fyrir kuldann, gengið sinn vanagang, sauðburður búinn og margar hryssur kastaðar og vonarsstjörnurnar líta dagsins ljós.
Það eru svo margar rúsínur í pylsuendanum þetta árið, hvert annað folaldið sem við bindum miklar vonir við, en best að byrja á því sem við biðum sennilega hvað spenntust eftir en það eru Gangstersafkvæmin okkar.
Áttum við von á fjórum Gangsters afkvæmum og eru þau öll fædd. Erum við sérstaklega ánægð með þau, en það er sammerkt með þeim hvað þau eru fótahá, falleg og fara um á öllum gangi.
Fyrst nefnum við Mirrusoninn og mestu von bóndans!
Glitnir frá Litla-Garði (fæddur 29 mai 2015)
F. Gangster frá Árgerði a.e. 8,63
M. Mirra frá Litla-Garði a.e. 8,35
Biggi ætlar að éta hattinn sinn ef að þetta verður ekki einhver sá flottasti :) Við bíðum spennt.
Sýnir strax flotta takta á fyrsta sólarhring!
Gullborg frá Litla-Garði (fædd 12 mai 2015)
F. Gangster frá Árgerði a.e. 8,63
M Vænting frá Ási 1 a.e. 8,0
Þarna lítur dagsins ljós systir Mirru og Eldborgar sem lesendur okkar kannast eflaust við. Þarna eru væntingar á ferð, enda gefur nafnið það kannski best til kynna á litlu prinsessunni.
Vænting og Gullborg.
Nökkvi frá Litla-Garði ( fæddur 25 maí 2015)
F. Gangster frá Árgerði a.e. 8,63
M. Týja frá Árgerði a.e.8,37
Nökkvi frá Árgerði ætti að geta skilað sínu líkist hann foreldrum sínum :)
Nökkvi frá Árgerði líklega framtíðarstóðhestefni?
Dröfn frá Árgerði ( fædd 15 mai 2015)
F. Gangster frá Árgerði a.e. 8,63
M. Kveikja frá Árgerði a.e. 8,03 þ.a. hæfileikar 8,36
Forvitin falleg dama með uppstillingarnar á hreinu :)
Og enn fleiri folöld eru fædd :)
Tign frá Litla-Garði ( fædd 27 maí 2015)
F. Hróður frá Refsstað a.e. 8,39
M. Gletting frá Árgerði a.e. 8,16
Tignarleg er daman, enda hlaut hún nafnið Tign frá Litla-Garði.
Þessi skutla vildi ekkert stoppa fyrir myndatökuna, var ansi mikið að flýta sér.
Nýjasti hestafjölskyldumeðlimurinn kom í gær:)
Hestfolald frá Árgerði ( fæddur 30 mai 2015)
F. Kiljan frá Árgerði a.e. 8,30
M Gná frá Árgerði a.e. 7,87
Stór og stæðilegur þessi gaur.
Nógu í að snúast í hesthúsinu og þær breytingar hafa orðið á starfskrafti að Jacob-jan Rijnberg er mættur til starfa og bjóðum við hann hjartanlega velkomin. Jacob var að ljúka fyrsta árinu sínu á Hólum, og var hann með hestinn Jarl frá Árgerði sem nemendahest og náðu þeir flottu prófi saman.
Mikil og góð vinna sem liggur að baki hjá Jacob. Til hamingju með Jarlinn :)
Lena okkar Höller er hins vegar að fara heim til Austurríki aftur þar sem að hennar "tíma" er lokið, en hún er búin að lofa að koma aftur og þökkum við henni fyrir vel unnin störf, jafnframt sem að við hlökkum til að sjá hana aftur sem fyrst :)
Lena og Gangstersdóttirinn Orka frá Hólum flottar saman.
Látum þetta nægja að sinni.
Bestu kveðjur
Litla-Garðsgengið
Skrifað af Herdís
- 1
Flettingar í dag: 325
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2711
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1303389
Samtals gestir: 82196
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 08:24:49