Færslur: 2011 Júní
14.06.2011 00:33
Gangster frá Árgerði
Gangster er undan gæðingamóðurinni Glæðu frá Árgerði. Undan Glæðu hafi verið sýnd 5 hross og hafa öll hlotið 1.verðlaun. Meðaltal aðaleinkunnar 8.16 og meðaltal hæfileika 8.28. Svo er hann undan Hágangi frá Narfastöðum sem hlýtur sennilega heiðursverðlaun á komandi Landsmóti. Verður hann til afnota í góðu hófli í Miðgerði Eyjafjarðarsveit og verður langt gangmál eftir Landsmót. Tollurinn kostar 100.000 kr með öllu. Upplýsingar gefur Stefán Birgir s: 8961249
02.06.2011 03:13
Sumar og sól - LOKSINS
Falleg er hún fjallasýnin í Djúpadalnum fagra
Loksins loksins er komið sumar, um leið og Júní datt í gagnið kom sólin og hitin skreið upp fyrir 10 gráðurnar. Folöldin týnast eitt af öðru og spennan eykst. Er búið að græja sér síðu fyrir þau sætu rassana og hana má sjá hér fyrir ofan lengst til hægri. Komin eru 13 folöld úr öllum áttum og hvert öðru fallegra.
Stundum er óþarfi að vera að flækja hlutina ...
Merarnar eru farnar að týnast undir stóðhesta ein af annarri og þurfti að sækja tvær hryssur í Miðgerði, Sónata (sú skjótta) lét fyli í vetur og er geld og Kveikja kastaði fyrir um mánuði. Einfaldasta lausnin var þessi :)
Gekk eins og smurt ...
Undan Kiljan komu þónokkur folöld í ár en hann hefur ekki komist undir hnakk á árinu sökum meiðsla. En þau eru gullfalleg og vert er að minna aðeins á hann, frábærar ættir og gullgæðingur sem má ekki gleyma.
Gríðarlega léttbyggð og falleg þessi folöld. Sá fyrri er undan Græju og sá seinni undan Gyðju.
01.06.2011 21:44
Kynbótasýning á Dalvík
Góða kvölið
Fórum á Dalvík með þrjú hross í fullnaðardóm og tvö til viðbótar í byggingardóm.
Gangster frá Árgerði náði Landsmótspassa:
Dagsetning móts: 28.05.2011
- 29.05.2011
- Mótsnúmer: 04
Myndin er frá kynbótasýnngunni á Sauðárkróki í apríl
Hvinur frá Litla-Garði fór í kynbótadóm sem afkvæmi Tristans og fékk 7.96 í aðaleinkunn. M.a 9.0 fyrir hófa og 7.91 fyrir byggingu og 8 á línuna og 8.5 fyrir skeið og vilja/geðslag og 7.99 fyrir hæfileika, fetaði ekki upp á sitt besta en það var mjög kalt á Dalvík og kútur í kalli en hann fékk samt sem áður flottar umsagnir en hann verður sportjárnaður núna og stefnt á A-flokksúrtöku.
Tölt: 8.0 (Há fótlyfta) Brokk 8.0 (Há fótlyfta) Skeið 8.5 (Öruggt, takthreint) Stökk 8.0
Vilji/Geðslag 8.5 (Ásækni), Fegurð í reið (Mikil reising)
Gýgja frá Úlfsstöðum fór einnig í fullnaðardóm en hún er í eigu Guðbjarts Hjálmarssonar. Kuldinn fór einnig mjög illa i hana en hún er öskuviljug alhliða hryssa, henni verður rennt í gegn aftur í næstu viku og komum við með frekari fréttir af henni þá.
Gangster er farinn að taka á móti hryssum á húsmál í Litla-Garði og er enn laust á húsmál. Það er að fyllast fljótt í gangmálið eftir LM en enn eru nokkur pláss laus og fyrstur kemur fyrstur fær, síminn hjá Bigga er 8961249 begin_of_the_skype_highlighting 8961249 end_of_the_skype_highlighting.
Folöldum rignir niður og eru orðin þrælmörg, kem með fréttir og myndir af þeim á morgun :)
Fórum á Dalvík með þrjú hross í fullnaðardóm og tvö til viðbótar í byggingardóm.
Gangster frá Árgerði náði Landsmótspassa:
Kynbótasýning á Dalvík
Dagsetning móts: 28.05.2011
- 29.05.2011
- Mótsnúmer: 04
FIZO 2010 - 40% / 60%
IS-2006.1.65-663 Gangster frá Árgerði
Sýnandi: Stefán Birgir StefánssonMál (cm):140 132 135 63 138 35 48 43 6.5 31.5 18.5Hófa mál:V.fr. 9,4 V.a. 8,5Aðaleinkunn: 8,15 |
Sköpulag: 8,11 |
Kostir: 8,18 |
Höfuð: 8,0 Háls/herðar/bógar: 8,5 1) Reistur 5) Mjúkur Bak og lend: 8,0 8) Góð baklína Samræmi: 8,0 1) Hlutfallarétt Fótagerð: 7,5 G) Lítil sinaskil Réttleiki: 7,5 Afturfætur: E) Brotin tálína Framfætur: A) Útskeifir Hófar: 8,5 4) Þykkir hælar Prúðleiki: 8,5 |
Tölt: 9,0 1) Rúmt 2) Taktgott 3) Há fótlyfta Brokk: 9,0 1) Rúmt 2) Taktgott 4) Skrefmikið Skeið: 5,0 Stökk: 9,0 4) Hátt 5) Takthreint Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 8,5 1) Mikið fas 2) Mikil reising Fet: 8,0 2) Rösklegt Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |
Myndin er frá kynbótasýnngunni á Sauðárkróki í apríl
Hvinur frá Litla-Garði fór í kynbótadóm sem afkvæmi Tristans og fékk 7.96 í aðaleinkunn. M.a 9.0 fyrir hófa og 7.91 fyrir byggingu og 8 á línuna og 8.5 fyrir skeið og vilja/geðslag og 7.99 fyrir hæfileika, fetaði ekki upp á sitt besta en það var mjög kalt á Dalvík og kútur í kalli en hann fékk samt sem áður flottar umsagnir en hann verður sportjárnaður núna og stefnt á A-flokksúrtöku.
Tölt: 8.0 (Há fótlyfta) Brokk 8.0 (Há fótlyfta) Skeið 8.5 (Öruggt, takthreint) Stökk 8.0
Vilji/Geðslag 8.5 (Ásækni), Fegurð í reið (Mikil reising)
Gýgja frá Úlfsstöðum fór einnig í fullnaðardóm en hún er í eigu Guðbjarts Hjálmarssonar. Kuldinn fór einnig mjög illa i hana en hún er öskuviljug alhliða hryssa, henni verður rennt í gegn aftur í næstu viku og komum við með frekari fréttir af henni þá.
Gangster er farinn að taka á móti hryssum á húsmál í Litla-Garði og er enn laust á húsmál. Það er að fyllast fljótt í gangmálið eftir LM en enn eru nokkur pláss laus og fyrstur kemur fyrstur fær, síminn hjá Bigga er 8961249 begin_of_the_skype_highlighting 8961249 end_of_the_skype_highlighting.
Folöldum rignir niður og eru orðin þrælmörg, kem með fréttir og myndir af þeim á morgun :)
- 1
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 539
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 1114584
Samtals gestir: 75160
Tölur uppfærðar: 8.9.2024 00:51:36