Færslur: 2010 Mars

27.03.2010 12:47

KEA mótaröðin- Tölt T2 & skeið.



KEA mótaröðin endaði nú síðastliðinn fimmtudag á Tölti T2 og skeiði.  Voru keppnirnar spennandi þó sérstaklega skeiðið. Biggi fór með Vísi frá Árgerði í slaktaumatöltið en Tristan frá Árgerði í skeiðið.  Í slaktaumatölti var Biggi efstur inn í B-úrslit með einkunnina 5.90 en endaði svo í 8. sæti, bísna sáttur. 

Biggi og Vísir í B-úrslitum í tölti T2

Þar sem skeiðhestur Bigga síðastliðna ára, Blakkur frá Árgerði hefur verið haltur í vetur er verið að reyna finna annan slíkan. Tristan frá Árgerði varð fyrir valinu þetta kvöld og var vægast sagt ekki fyrir vonbrygðum. Enduðu þeir félagar í 2.sæti með tímann 5.31.

Tristan á fljúgandi skeiði.

Samanlagt var Biggi í 6.sæti í stigakeppninni og nokkuð sáttur með það, miðað við lítinn undirbúning.
Í vikunni fara svo að koma inn fleiri myndir og smá innskot af því sem er í gangi út í húsum.

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði 

14.03.2010 17:29

Mývatn Open


Tristan og Biggi á Mývatni í gærdag

Mývatn Open var haldið í gær og skellti Biggi sér þangað með feðgana Tristan og Dyn frá Árgerði. Ekki lék veðrið við knapa þar enn gekk Bigga ágætlega, hafnaði í 6.-7. sæti í stóðhestakeppninni á Tristan.
 
Tristan með sitt skemmtilega afturfótaskref.

Dynur frá Árgerði í töltkeppninni.

FLEIRI MYNDIR AF TRISTAN OG DYN Á MÝVATNI MÁ SJÁ HÉR

KEA mótaröðin er nú að klárast eða aðeins ein keppni eftir. Síðastliðinn fimmtudag var fimmgangurinn,  Biggi fékk Týju frá Árgerði að láni hjá Ásdísi og Gísla og hafnaði í 6.sæti með einkunni 6.26.
Næst og þá síðast ersvo slaktaumatölt og skeið. Einnig eru vormótin að detta á, og má segja að vorið sé hreinlega komið hér í Eyjafirðinum.

Kveðjur úr Litla-Garði  & Árgerði

 

06.03.2010 01:33

Ný söluhross o.fl



Jæja, byrjum þetta á mynd af einni 4v í húsinu hjá okkur. Sigurdís frá Árgerði, það er hryssa sem við frumtömdum í haust og byrjuðum síðan á 1.feb aftur. Er hún undan Silfurtá frá Árgerði og Hágangi frá Narfastöðum. 
Sjá fleiri myndir af Sigurdís hér

Veðrið hefur verið í þvílíkum sveiflum síðastliðna daga hér í Eyjafirðinum. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var þvílíka sælan hér fyrr í vikunni, sól og alveg hreint frábært útreiðarveður. Hins vegar tók rokið völdin hér í gær og gerði það að verkum að Biggi lagði ekki í að láta Kiljan og Tristan frá Árgerði upp á kerru og fara á Svínavatn með þá eins og áætlað var að gera.

Hér er mynd af rekstri í gærdag.

Þegar veðrið er með svona stæla er gott að nota þá daga í rekstur og innivinnu.

Að lokum ætla ég að koma með 2 tilkynningar.
Ætla ég að byrja á því að minna á að það eru komin 2 ný hross á söluskrá, en verður söluskráin betur uppfærð á næstu dögum.

Hér er Kátína frá Skíðbakka 3.
Sjá fleiri upplýsingar með því að ýta á myndina

Hér er Senjor frá Árgerði
Sjá fleiri upplýsingar með því að ýta á myndina.
__________________________________________________

Að lokum er ein auglýsing frá Hrossaræktafélaginu Náttfara:



Sigurvegari 5v stóðhesta á Landsmótinu á Hellu 2008, Ómur frá Kvistum, verður í Eyjafjarðarsveitinni eftir Landsmót í sumar.

Kynbótadómur: 8,61  Blup: 125
Staður og tímabil: Eyjafjarðarsveit eftir Landsmót.
Verð m. öllu er 145.000.- kr. (1x sónað)
Pantanir: Hjá
[email protected] og 896 1249 (Stefán Birgir). Pantanir skulu berast fyrir 10.mars 2010.

______________________________________________________

Þá er þetta að verða komið að lokum hjá okkur núna,  endilega látið heyra í ykkur ef þið hafir óskir um auglýsingu á söluhrossum eða eitthvað slíkt.

Kveðjur frá Litla-Garði & Árgerði

  • 1
Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 539
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 1114610
Samtals gestir: 75164
Tölur uppfærðar: 8.9.2024 01:12:59