Færslur: 2018 Júní
25.06.2018 11:41
Kynbótastarfið
Sælir kæru lesendur.
Biggi heilsar hér með virtum á Tangó frá Litla-Garði og Selina á Kolbak frá Litla-Garði :)
Það er sannarlega löngu komin tími á smá blogg frá Litla-Garði en eitthvað hefur tímaleysi verið að hrjá mann eins og gengur og gerist.
Hér gengur allt sinn vanagang, Biggi og Selína á fullu í tamningunum og nú hefur SIndri Snær bæst í hópinn.
Sauðburður gekk með ágætum, kindur komnar á fjall og útigangshrossin rétt ófarin á dalina.
Biggi fór með nokkur hross á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal og var bara sáttur með sitt.
Viktoría frá Árgerði á siglingu. F: Kapall frá Kommu M: Kveikja frá Árgerði.
Fyrst ber að nefna Viktoríu frá Árgerði. Hún hlaut í byggingu 7,78 hæfileika 7,84 og í aðaleinkunn 7,82. Hún hlaut 9,5 fyrir skeið. Það er nokkuð góður árangur hjá þessarri 7 vetra hryssu sem var í folaldseignum í fyrra.
Flauta frá Litla-Garði er vaxandi 6 vetra Gangsters og Melódíu dóttir frá Árgerði. Hún hlaut í byggingu 7,98 í hæfileika 8,05 og Aðaleinkunn 8,02
Flauta hlaut 8,5 fyrir skeið og á talsvert inni.
Vaka frá Árgerði er 6.vetra undan Gangster og Von frá Árgerði. Hún bætti sig talsvert og hlaut í sköpulag 8,39 í hæfileika 8,19 og í aðaleinkunn 8,27. Hún hlaut 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag.
Vaka frá Árgerði
Kolbakur frá Árgerði er fjögurra vetra stóðhestur undan Gangster og Snældu frá Árgerði.
Hann hlaut í sköpulag 8,05 í hæfileika 7,63 og í aðaleinkunn 7,80.
Það er hreint unun að horfa á þennan hest og hans mikla hreyfieðli, það verður ekki leiðinlegt fyrir Bigga að þjálfa þennan í framtíðinni.
Kolbakur 4.v.
Búið er að sleppa Kolbak í hólf heima í Litla-Garði og er ekkert mál að bæta inn á hann ef að einhverjir hafa áhuga á að koma með hryssur til hans.
Tangó 4.v Gangsters og Melodíusonurinn frá Litla-Garði sýndi sig og sannaði á Hólum í Hjaltadal, fór í fyrstu verðlaun og fékk farmiða á LM.
Tangó hlaut í sköpulag 8,28 í hæfileika 8,03 Aðaleinkunn 8,13
Hann hlaut 8,5 fyrir skeið, vilja og geðslag.
Verulega skemmtilegur og vaxandi stóðhestur hér á ferð.
Tangó er í mjög mikilli framför þessa dagana og verður spennandi að sjá hvað hann gerir á LM í næstu viku.
Gangster og Hinni skelltu sér norður yfir heiðar á úrtöku fyrir LM í A flokki gæðinga.
Þeir voru efstir eftir forkeppni með einkunnina 8,72 og tryggan farmiða inn á Landsmót.
Spennan magnast og höfum við fulla trú á að þeir félagar eigi eftir að gera garðinn frægann á LM :)
Gangster kemur heim í fjörðinn eftir Landsmót og mun taka á móti hryssum á Guðrúnarstöðum. Upplýsingar gefur Biggi í s. 896-1249
AÐ lokum langar mig að skella inn myndasyrpu af Gangsterssonunum Tangó og Kolbak. Selina og Biggi skelltu sér saman í kvöldreiðtúr og sat ég fyrir þeim með myndavélina.
Bestu kveðjur frá Litla-Garði
Skrifað af herdisarmanns
- 1
Flettingar í dag: 310
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2711
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1303374
Samtals gestir: 82196
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 07:27:30