Færslur: 2014 Október

20.10.2014 13:17

Hrossin heim


Komið þið sælir kæru lesendur. 

Göngur og réttir gengur vel fyrir sig og heimtur á sauðfé og hrossum með ágætum. Frumtamingar ganga frábærlega og erum við kát með tryppin okkar sem og annarra sem eru hér í tamningu. Það hefur bæst við starfsfólk og hefur Biggi nú þrjár flottar tamningakonur sér innan handa fyrir utan sína frú sem vasast í allt og öllu. 


Ungfolarnir voru sóttir í ungfolahólfið og litu þeir vel út, feitir og pattaralegir eftir sumarið. 

Ætla að hafa hér smá stóðhestakynningu :)

Flygill frá Litla-Garði er fjögurra vetra foli undan Ófeigsdóttirinni  Melodiu frá Árgerði og Fróða frá Staðartungu.
l

Flygill hefur verið í tamningu í sumar og er verulega efnilegur.Afskaplega geðgóður og hæfileikaríkur foli.


Í ungfolahólfið sóttum við þrjá bræður undan Snældu yngri frá Árgerði.

 Hittum þessa kátu kalla á okkar leið :)

Einar á Brúnum og Grundarfeðgar hressir að vanda. 


 Sigga í Hólsgerði afhenti folana af mikilli kostgæfni og passaði upp á að allir færu með rétta fola heim. 


Snældusynirnir þrír!

Elstur þeirra er Óðinn frá Árgerði. Hann er undan Óm frá Kvistum og er 3ja vetra síðan í vor. Er hann nýkomin á hús í létta frumtamningu og fer vel af stað.Næstur kemur Víkingur frá Árgerði. Hann er undan Kiljan frá Steinnesi og er tveggja vetra, stór og myndarlegur foli. 


Víkingur frá Árgerði. F Kiljan frá Steinnesi M Snælda frá ÁrgerðiSíðastur og yngstur bræðra í þessari upptalningu er Segull frá Árgerði. 


Hann er undan Kolskegg frá Kjarnholtum, algjör dúlla þessi hestur, spyrjandi, kurteis og fallegur.eins og þeir reynar allir eru. 

Og Snælda bætti um betur í vor og kom með enn einn hestinn. Að þessu sinni undan Gangster frá Árgerði. Og sá getur sko hreyft sig og er stórmyndarlegur að auki, þannig að það er ekkert lát á stóðhestum undan henni Snældu enn sem komið er :)

Læt fylgja hér eina með af Gangster frá Árgerði sem var smellt af honum nú á dögunum. Hann hefur það gott  og safnar orku í væntanleg verkefni komandi árs :)


Til stendur að uppfæra sölusíðuna í myndum og munum við tína það inn á næstu dögum,verið endilega dugleg að kíkja inn.  Ég mun einnig setja eitthvað af unghrossunum okkar á facebook síðuna okkar til að leyfa ykkur að fylgjast með.
Sæl að sinni.
  • 1
Flettingar í dag: 3473
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 2003
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 928918
Samtals gestir: 66538
Tölur uppfærðar: 21.6.2024 09:08:24