Færslur: 2009 Júlí

27.07.2009 20:40

Fákaflug 2009

Jæja það er nú orðið löngu tímabært að skrifa fréttir héðan úr dalnum.
Litla-Garðs fjölskyldan var að koma heim af Fákaflugi. Rosalega góð skráning og býsna sterkt mót. Útgerðin var prófuð í fyrsta sinn, og urðum við aldeilis ekki fyrir vonbrigðum.
  Þetta gekk þetta svona upp og niður, enn flest allt eins og við mátti búast. Megnið af keppnishrossunum hjá okkur núna eru að stíga sín fyrstu spor á vellinum.

Í A-flokk fór Biggi með Kiljan frá Árgerði, stóð hann sig ágætlega og var rétt fyrir utan úrslit.

Kiljan frá Árgerði og Biggi.

Í B-flokk fór Biggi með Klófífu frá Gillastöðum, sú meri er í eigu Jóns á Gillastöðum. Rosalega góð hryssa enn varð eitthvað feimin á vellinum, útúr forkeppni kom hún með 8.23 en þar vantaði 0,4 kommur inn í úrslit.

Klófífa frá Gillastöðum og Biggi.

Einnig fór Biggi með 6v geldinginn Tón frá Litla-Garði í B-flokk og kom út með 8.10.

Tónn frá Litla-Garði og Biggi

Biggi fór með Dyn frá Árgerði í fyrsta sinn í tölt og endaði í 9.sæti, með einkunnina 6.47.

Dynur frá Árgerði og Biggi.

Blakkur gamli klikkar ekki og auðvitað tóku þeir 150m skeiðið á tímanum 14,83.
Nanna Lind fékk 6v Tristanssoninn Hvin frá Litla-Garði að láni hjá Ásdísi og Gísla og fengu þau einkunnina 8.08.

Hvinur frá Litla-Garði og Nanna Lind.

Hér má sjá myndir frá Fákaflugi.

Einnig minni ég á að það eru alltaf að skjótast inn ný myndaalbúm og söluhross.
Og er ekkert mál að auglýsa hross til sölu hér, sendið bara email á [email protected]

Kveðjur úr dalnum.

07.07.2009 20:59

Sumar, sumar, sumarsól

Sólin skín eins og engin sé morgundagurinn hér í Eyjafirði. Síðasta vika hefur verið eintóm steik, alltaf frá 20 - 25° hiti með smá vindkviðum inná milli til þess að kæla. Auðvitað var þessi veðurblíða nýtt í heyskap og er hann langt komin á báðum bæjum og nánast búin.


Allt er annars á fullu í tamningu, þjálfun, sölu og öllu þessu hrossastússi.  U.þ.b 40 hross eru á járnum núna í Litla-Garði svo nóg eru verkefnin.  Sindra Snæ dauðlangaði að fá spreyta sig með í hrossunum, svo fékk hann Ljósbrá frá Árgerði að láni hjá ömmu og afa.  Rak hann á eftir pabba sínum með að járna hana undireins í dag og fór síðan í smá kennslu hjá Nönnu Lind systir inn í reiðhöll.

 
                 Sindri Snær stendur stoltur við hliðinná Ljósbrá.      Komin á bak en stjórnstöðin ekki alveg komin í lag.

Tíbrá frá Ási 1 kastaði í nótt og eru þá allar hryssur kastaðar í  Litla-Garði. Tíbrá kastaði bleikálóttri hryssu undan Tristan frá Árgerði.


Í Árgerði spretta folöldin út hvert á eftir öðru og hefur sá gamli enga tölu á þeim enn þetta mun allt skírast bráðlega.
Verið er að keyra hryssur  til stóðhesta núna og eru m.a. farnar
Glæða frá Árgerði fór undir Galsa frá Sauðárkróki
Snælda frá Árgerði fór undir Þórodd frá Þóroddsstöðum
Kveikja frá Árgerði fór undir Gára frá Auðholtshjáleigu
Melodía frá Árgerði fór undir Fróða frá Staðartungu
Sunna frá Árgerði fór undir Jón frá Sámsstöðum
Snerpa frá Árgerði fór undir Jón frá Sámsstöðum


Enþá er verið að koma með hryssur undir Kiljan og eru um 20 hryssur komnar í hólfið hjá honum. Sem þýðir að það eru enþá örfá pláss laus, enn meiri upplýsingar um hestinn má finna hér.

Nýtt pallhýsi var keypt í vikunni og fóru gömlu hjónin á bænum með Sindra í útilegu í Vaglaskóg síðustu helgi.


Pallhýsið að innan

Svona lýtur þá útgerðin út.

 Á meðan þau höfðu það kósý í Vaglaskógi, skemmti Nanna Lind sér kongungslega á Fjórðungsmóti með Ásdísi, Gísla, Hafþóri & Heiði og þótti henni hestakosturinn ekki á verri endanum.
En nú eru allir komnir heim heilu haldnir og verkefnin bíða.


Kveðjur  úr sólinni emoticon


  • 1
Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1981
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 977057
Samtals gestir: 69401
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 03:52:07