Færslur: 2014 Júlí

31.07.2014 20:16

Kiljansdóttirin

Sælir kæru lesendur.




Ég fór með myndavélina af stað í dag og á vegi mínum varð þessi bráðefnilega 4ra vetra hryssa.



Þetta er hún Eldborg frá Litla-Garði.


 
Eins og þið sjáið þá er engin smá efniviður þarna á ferð, en hún er sammæðra Mirru frá Litla-Garði, undan Væntingu frá Ási. Hún er mjög stór og sennilega stærst allra hrossa hér á bæ. 


Þessi skutla lærir ótrúlega hratt:)



Eldborg er undan stóðhestinum Kiljan frá Árgerði og leynir sér ekki ættarsvipurinn, hér er ein gömul og góð mynd af þeim sómahesti.



Kiljan á Einarstaðamóti.

30.07.2014 21:35

Flygill frá Litla-Garði

Komið þið sæl.

Okkur langar að kynna fyrir ykkur 4ra vetra stóðhestinn okkar Flygil frá Litla-Garði. 



 Flygill er undan Fróða frá Staðartungu og fyrstu verðlauna Ófeigsdóttirinni Melodíu frá Árgerði. Jóhanna tamningarkonan okkar hefur verið að frumtemja Flygil og er hann einn af hennar uppáhalds. Næmur, geðgóður og mjög lofandi stóðhestur.





Myndarlegur foli :)



Hér ríkir fullkomið traust á milli manns og hests:)



Ekkert smá krúttleg saman :)




Á sparidögum er gaman að komast á Melgerðismela og spretta úr spori, Það reynum við að gera eins oft og hægt er enda dásamlegar útreiðarleiðir og mjúkt undir hóf.
 Hér koma nokkrar hversdagsmyndir þaðan.
Sæl að sinni.



Jóhanna á Sónötu sinni :)




Sindri á Báru frá Árbæjarhjáleigu


Sindri og Tónn alltaf flottir saman.


Frúin skellir sér með og hefur gaman að :)


Herdís gefur Tóninn :)


Tónsi nýjárnaður og er líka með þetta flotta gula límband á hófunum :)


Snilldarmeri sem allir geta riðið á. Viðja frá Litla-Garði undan Kjarna frá Árgerði og Tíbrá frá Ási.



Er sko líka fyrir frúna :)


23.07.2014 17:55

Stóðhestar

Hryssueigendur athugið!



Kiljan frá Argerði


Upplýsingar um notkunarstaði stóðhestanna okkar.

 Tristan frá Árgerði verður til afnota á Þrastarhóli 2 Hörgársveit frá 24 júlí fram í sept og hægt að bæta inn á hann hryssum hvenær sem er.



Flugrúmur gæðingur.


Verð 50.000,  innifalið folatollur og hólfagjald. 
Faðir Tristans er Orri frá Þúfu og móðir  Blika frá Árgerði.
Hann hlaut í byggingu 8,21. fyrir hæfileika 8,46 Aðaleinkunn 8,36

 Í A flokki gæðinga hefur hann farið í 8.71 og til gamans má geta að Tristan vann tvö ár í röð A-flokk á stórmóti Þjálfa á Einarsstöðum. Hann átti lengi vel besta tíma í skeiði gegnum reiðhöll Léttis og svo mætti lengi telja. Afkvæmi Tristans eru með ljúfa og trausta lund alhliðageng með góð gangskil. Þau eru stór og myndarleg og með góðan fótaburð og bera sig vel.

Uppl. í síma 899 6296 Magnús


Kiljan frá Árgerði er til afnota í Litla-Garði seinnihluta sumars. Það er einnig hægt að bæta inn á hann hryssum hvenær sem er. Verð 50,000 innifalið hólfagjald og folatollur.


Kiljan er mikill alhliðagæðingur sem hlaut í sköpulag 8,02, hæfileika, 8,48 og aðaleinkunn 8,30
Hann er undan Nagla frá Þúfu og gæðingsmóðurinni Bliku frá Árgerði.
Upplýsingar gefur Biggi í s 896-1249


Allar upplýsingar um Gangster frá Árgerði má finna hér neðar á síðunni og á sandholaferja.is


21.07.2014 10:35

Æskan


Sælir kæru lesendur.



Sindri í keppni á æskulýðsdögum norðurlands nú um helgina, Eins og þið sjáið var búningaþema og keppti Sindri á Tón sem er undan Tristan frá Árgerði og Sónötu frá Litla-Hól.


Sumarið leikur við okkur og að landsmóti loknu tóku við meiri tamningar og heyskapur. Nú um helgina voru æskulýðsdagar á Melgerðismelum og tók Sindri þátt í því. Krakkarnir fóru í ratleiki, þrautabrautir, útreiðatúra, síðan var grill varðeldur og leikir. 

Vinirnir Bjarmi og Sindri við brautarenda.


Sindri var varla búin að spretta af þegar hann þeyttist af stað til Egilsstaða en þar sem hann er farin í viku hestaferðalag með afa sínum Ármanni og njóta þess að láta ömmu Erlu dekra við sig :) 

Myndirnar eru  frá sunnudeginum en þá kepptu krakkarnir í keppni sem var með "firmakeppnisfyrirkomulagi" í búningum  og hlaut Sindri þar fyrsta sæti :) 

Sæl að sinni.


Hóhóhó,,,,,,,,



Tónn hefur verið keppnishesturinn hans Sindra frá unga aldri.


Verðlaunahending barna, Anna Sonja þjálfari þeirra stendur stolt hjá hópnum.


12.07.2014 11:08

LM fréttir og myndasería


Góðan daginn kæru lesendur.




Gangster stóð sig stórkostlega á Landsmóti hestamanna, var 5 hæsti hestur eftir forkeppni A flokks með einkunnina 8,76.

Milliriðill gekk frábærlega þar sem að þeir félagar áttu glæsisýningu  og uppskáru annað sætið með einkunnina 8,91 á eftir Spuna frá Vesturkoti.

Endaði hann í 6 sæti í A úrslitum í stekasta A flokk fyrr og síðar  þrátt fyrir að það hafi vantað upp á að hann hafi skilað 9,5 brokkinu sínu að fullu.

Það sem er ekki minna um vert er að Gangster vakti mikla athygli og var hestur brekkunnar að margra mati, ásamt því að ekki ómerkari maður en Jens Einarsson nefndi í FB blogginu sínu að Gangster hefði verið sá hestur sem að hann hefði viljað taka með sér heim á mótinu J

Við vorum svo heppin að Jóhanna tamningakonan okkur er heimavön á suðurlandinu og útvegaði  okkur frábæra aðstöðu fyrir hestinn í Hjarðartúni hjá Óskari og Ásu.  Jón Páll var okkur þar innan handar og sá um hirðingu og sparaði okkur sporin. 


Frábær aðstaða, fallegur staður með yndislegu fólki, kærar þakkir fyrir okkur allir í Hjarðartúni, vonandi getum við launað ykkur greiðann síðar J



Mynd tekin rétt áður en að riðið er í braut fyrir A flokks úrslitin.


Hérna kemur myndasyrpa í boði Ásdísar Helgu.

Hér eru að finna myndir út forkeppni, milliriðli og A flokks úrslitunum sjálfum.
 Nokkrar myndir úr brekkunni ásamt hinum frábæra Gangstersyni Farsæl frá Litla-Garði sem spreytti sig í kynbótabrautinni við mikla hrifningu áhorfenda.
Það reyndist ansi erfitt að velja á milli myndanna, þannig að þið fáið að sjá ansi margar af ljósmyndastjörnunum okkar.
 Góða skemmtun :)






Flugskeið :)



Milliriðill.

Á leiðinni í skeiðið.











Stuð á karli.



Þvílík veisla:)













Gangster og Gróði frá Naustum.






Veðrið var ekkert til að hrópa húrra fyrir.




Skrefar drjúgt.


Blörruð af rigningu  og hrifningu :)


Skutlurnar :)


mæðgin :)


uppáhalds :)

Gangsterssonurinn Farsæll frá Litla-Garði undan henni Sónötu okkar stóð sig einnig frábærlega í kynbótabrautinni á Landsmóti og skartar meðal annars 9,5 fyrir fet, vilja og geðslag, 9 fyrir tölt og brokk. Glæsilegur klárhestur úr okkar ræktun sem vakti verðskuldaða athygli.


Mikið fas.


Flugrúmur gæðingur.


Efst í huga er þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt við okkur og samglaðst.
Þakklát erum við Magna og Dísu í Árgerði sem eiga heiðurinn af bakgrunninum sem  við erum svo heppinn að fá að halda áfram að rækta út af. Þetta er mikil auglýsing fyrir hrossaræktarbúin Árgerði / Litli-Garð, Bigga og Gangsterinn okkar, sem er nú fyrir vikið orðin enn þekktari í hestaheiminum.
Ásdís Helga hefur verið dyggur stuðningbolti í tamningum, markaðsmálum og fréttaflutningi í gegnum tíðina að ógleymdum Gesti dýralæknir sem er traustur og góður vinur og hefur alfarið séð um járningar á Gangster. 

Gangster er í Sandhólaferju og tekur á móti hryssum þar, upplýsingar gefur Guðmar í síma 661-9112

Bestu kveðjur frá Litla-Garði


  • 1
Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2711
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1303395
Samtals gestir: 82196
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 08:46:37