Færslur: 2010 Ágúst

30.08.2010 14:38

Tristan aldrei verið betri

Jæja þá er farið að nálgast haustið og mótin að klárast þetta sumarið þótt þau hafi nú ekki verið mörg.
Stórmót Funamanna var haldið síðustu helgi á Melgerðismelum í Eyjafjarðasveit. Lukkaðist mótið vel þrátt fyrir kulda og mikla rigningu á sunnudeginum. Var mótið sterkt og gaman að sjá hvað margir hestar eru að koma til eftir pestina.
Tristan frá Árgerði hefur sjaldan verið betri en núna, vakti hann mikla athygli í A-flokknum en þar sigraði hann með einkunnina 8.71.

HÉR MÁ SJÁ MYNDBAND AF TRISTAN FRÁ ÚRSLITUNUM


A flokkur
Úrslit
Sæti Keppandi
1 Tristan frá Árgerði / Stefán Birgir Stefánsson 8,71
2 Dagur frá Strandarhöfði / Stefán Friðgeirsson 8,7
3 Týr frá Litla-Dal / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,6
4 Laufi frá Bakka / Bjarni Jónasson 8,47
5 Týja frá Árgerði / Ásdís Helga Sigursteinsdóttir 8,36
6 Formúla frá Vatnsleysu / Jón Herkovic 8,31
7 Hvinur frá Litla-Garði / Svavar Örn Hreiðarsson 7,38
Styrnir frá Neðri-Vindheimum / Riikka Anniina

Í B-flokk fékk Gletting frá Árgerði að þreyta sína fyrstu tilraun.  Gekk það mjög vel og endaði hún 4. með einkunna 8.33 sem er ágætt miðað við fyrstu keppni.

B flokkur
Úrslit
Sæti Keppandi
1 Ríma frá Efri-Þverá / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,60
2 Logar frá Möðrufelli / Baldvin Ari Guðlaugsson 8,55
3 Flugar frá Króksstöðum / Tryggvi Höskuldsson 8,34
4 Gletting frá Árgerði / Stefán Birgir Stefánsson 8,33
5-6 Rommel frá Hrafnsstöðum / Inga Bára Ragnarsdóttir 8,30
5-6 Heimir frá Ketilsstöðum / Bjarni Páll Vilhjálmsson 8,30
7 Dama frá Arnarstöðum / Þórhallur Dagur Pétursson 8,23
8 Örvar frá Efri-Rauðalæk / Ágústa Baldvinsdóttir 8,05

Í töltið fór Biggi með Dyn frá Árgerði og endaði annar þar með einkunnina 6.61.

Töltkeppni
A úrslit
Sæti Keppandi
1 Baldvin Ari Guðlaugsson / Logar frá Möðrufelli 7,11
2 Stefán Birgir Stefánsson / Dynur frá Árgerði 6,61
3 Þorbjörn Hreinn Matthíasson / Ríma frá Efri-Þverá 6,61
4 Þórhallur Þorvaldsson / Gandur frá Garðsá 6,22
Ásdís Helga Sigursteinsdóttir / Hryfning frá Kýrholti (fór undan)
Þór Jónsteinsson / Dalrós frá Arnarstöðum  (fór undan)

Nanna Lind fór með Tón frá Litla-Garði og Vísi frá Árgerði í Unglingaflokkinn. Var hún jöfn með þá inn í úrslit í 2.-3 sæti en valdi Tón í úrslitin og endaði þar 2. með einkunnina 8.52


Unglingaflokkur
Úrslit
Sæti Keppandi
1 Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund 8,53
2 Nanna Lind Stefánsdóttir / Tónn frá Litla-Garði 8,52
3 Björgvin Helgason / Brynhildur frá Möðruvöllum 8,35
4 Guðlaugur Ari Jónsson / Akkur frá Hellulandi 8,15
5-6 Eydís Sigurgeirsdóttir / Gáski frá Hraukbæ 8,08
5-6 María Björk Jónsdóttir / Sveinn frá Sveinsstöðum 8,08
7 Karen Konráðsdóttir / Orka frá Arnarholti 8,06
8 Árni Gísli Magnússon / Íla frá Húsavík 7,18

Rétt fyrir mót gerði Biggi sér grein fyrir að nú væri illt í efni. Blakkur gamli skeiðhesturinn frá Árgerði, er en veikur og haltur.  En þrátt fyrir það sleppti Biggi nú ekki að taka þátt og fékk Gletting frá Dalsmynni lánaðan hjá Þór á Skriðu og enduðu þeir í 3.sæti í 150m skeiði með tímann 16,35.

150 m skeið
Sæti Knapi Hestur Besti tími Fyrri sprettur Siðari sprettur
1 Svavar Örn Hreiðarsson Myrkvi frá Hverhólum 15,60 17,06 15,60
2 Jón Björnsson Tumi frá Borgarhóli 15,9 15,90 15,9
3 Stefán Birgir Stefánsson Glettingur frá Dalsmynni 16,35 - 16,35

Litli guttinn hann Sindri Snær fór sína fyrstu keppni þarna og tók þátt á Móu frá Kýrholti.

Pollaflokkurinn

Myndir frá mótinu má sjá hér

Næst á dagskrá er svo Metamót Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ
Ætlar Biggi að mæta þar með Tristan og sjá hvar hann stendur þar, er það bara spennandi og koma fréttir af því að helgi liðni.


23.08.2010 13:31

Gletting frá Árgerði var efst í flokki 6v hryssna

Síðastliðinn föstudag lauk síðsumarsýningu á Melgerðismelum. Biggi fór með 3 hryssur í dóm og kom bara vel út.
Gletting frá Árgerði fór í fyrstu verðlaun nú og stóð einnig efst í flokki 6v hryssna.

Hér má sjá dóminn hennar Glettingar

Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 7
Réttleiki 7.5
Hófar 8.5
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 8.01
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8
Skeið 7
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 7
Hæfileikar 8.09
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8.5
Aðaleinkunn 8.06Verðlaunaafhendingin

Einnig fór Biggi með Tristansdóttirina Fífu frá Hólum sem er í eigu Karls í dóm, kom hún út með 7.82


Að lokum fór Biggi svo með Kormáksdóttirina Rebekku frá Rifkelsstöðum, kom hún út með 7.88 og hafnaði í 3.sæti í flokki 5v hryssna.


Frá verðlaunaafhendingunni


20.08.2010 19:56

Tristan valinn glæsilegasta hestur mótsins

Sælir kæru lesendur
Helgina 6. - 8. ágúst var árlega Stórmót Þjálfa haldið. Fórum við þangað ríðandi með 60 hrossa hóp í för, lukkaðist ferðin mjög vel og alltaf gaman að halda til í hestaferðir árlega.
Mótið fór vel fram að venju hjá Þjálfa mönnum og óvenju góð skráning. Mættum við með nokkur hross.
Í töltið fór Biggi með Dyn frá Árgerði og var rétt fyrir utan úrslit.

Dynur frá Árgerði

Í B-flokk varð Biggi 3 í B-úrslitum á Glettingu frá Árgerði

Gletting frá Árgerði

Nanna Lind fór með Tón frá Litla-Garði í unglingaflokkinn og endaði þar í 3.sæti

Tónn frá Litla-Garði

A-flokkinn tók Biggi síðan með Trompi á stóðhestinum Tristan frá Árgerði með einkunnina 8.67

Tristan frá Árgerði

Einnig var Tristan valinn glæsilegasti hestur mótsins og hlaut einnig verðlaun fyrir hæstu einkunn mótsins.

Gamli sáttur með verðlaunin.

Gaman er þó að segja frá að öll hrossin hér að ofan eru afkvæmi Tristans. 

MYNDBAND AF TRISTAN FRÁ ÚRSLITUNUM- SJÁ HÉR


Góðir Gullhestar ehf. sáttir með árangurinn af hestinum sínum.

Hér má sjá myndir frá Stórmóti Þjálfa

Ekki varð stoppið stutt eftir þetta mót. Þegar heim var komið  var aðeins tekið upp úr töskum og pakkað á ný og lagt af stað á Hvammstanga á Íslandsmót Barna, Unglinga og Ungmenna með Nönnu Lind.
Gekk henni vel miðað við snögg hestaskipti sökum pestar. Var önnur fyrir utan úrslit í fjórgangum á Tón frá Litla-Garði og í B-úrslitum í tölti á Stirni frá Halldórsstöðum.

Nú er kynbótasýning að klárast og hefst Stórmót Funa í fyrramálið, svo fréttir af kynbótasýningunni og mótinu birtast fljótlega eftir helgi.

Sæl að sinni.

02.08.2010 19:24

Tristan frá Árgerði valinn hestur mótsins


Góðan daginn kæru lesendur, nú eru mótin farin að dynja á loksins. Þó er pestin ekki orðin góð hér á bæ, margt sem en hóstar, einhver hópur sem fer versnandi, annar batnandi og svona.
Allavega þá skellti Biggi sér á Opnu Bjargarleikana sem voru haldnir á Björgum í Hörgárdal um verlsunarmannahelgina. Tókst mótið alveg snilldar vel hjá Bjargarmönnum og eiga þeir hrós skilið. Veðrið var gott og mótið vel skipulagt.

Tristan frá Árgerði, sem má segja að hafi verið í hóp þeirra hrossa sem hafa lent verst í pestinni, er nú að verða samur aftur og unnu hann og Biggi 100m skeiðið.


Töltið sigraði Biggi á Tristanssyninum Dyn frá Árgerði með einkunnina 7,67 sem vakti mikla athygli þarna. Einnig var Tristansdóttirin Gletting frá Árgerði önnur inn í tölt úrslit en Biggi dró hana út.

Dynur frá Árgerði

Fjórganginn sigraði Biggi einnig og einnig á Tristanssyni, Tónn frá Litla-Garði vann þar með einkunnina 6,9.Í fimmgangum voru einnig tvö Tristansafkvæmi í úrslitum
Biggi endaði 4 á Fífu frá Hólum með einkunnina 5,86


Tristansdóttirin Fífa frá Hólum

Ásdís Helga var efst inn í úrslitin á Tristanssyninum Hvin frá Litla-Garði en endaði svo þriðja með einkunnina 6,29

Tristanssonurinn Hvinur frá Litla-Garði

Í lok móts var Tristan svo valin hestur mótsins.

Næst á dagskrá er ferðinni svo heitið á Einarsstaði á Stórmót Þjálfa, ætlum við ríðandi þangað og leggjum að stað á þriðjudaginn.

Bless í bili (:

  • 1
Flettingar í dag: 3460
Gestir í dag: 110
Flettingar í gær: 2003
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 928905
Samtals gestir: 66537
Tölur uppfærðar: 21.6.2024 08:46:48