Færslur: 2014 Janúar

10.01.2014 16:09

Alvöru vekringur

Vantar þig alvöru vakra, fallega og skemmtilega hryssu?

Tjékkaðu á Hágangsdótturinni Sigurdís --- Samfeðra Gangsternum og undan Flugumýrar-Ófeigsdótturinni Silfurtá frá Árgerði!

Hefur hlotið hæst 7.91 í kynbótadómi -

Höfuð: 8,0
   3) Svipgott  

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   2) Langur   4) Hátt settur  

Bak og lend: 8,5
   3) Vöðvafyllt bak   6) Jöfn lendSkeið: 9,0
   1) Ferðmikið   2) Takthreint  

Vilji og geðslag: 8,5
   2) Ásækni

Fet: 8,5
   2) Rösklegt   3) Skrefmikið  

Er í þjálfun og klár til prufu í Litla-Garði


07.01.2014 23:10

Gangster 2013

Skemmtileg samantekt yfir árangur Gangsters hér á hestafréttum :


Þar velta þau upp spurningunni Besti hestur á Íslandi 2013?


Gangster hér á sínum magnaða 9.5 brokki! :)

Talsvert hefur verið tamið í haust til viðbótar undan honum og er óhætt að segja að hann lofi býsna góðu sem kynbótahestur og hafa allar bestu hryssurnar í Litla-Garði og Árgerði farið undir hann síðustu tvö ár a.m.k05.01.2014 21:44

Nýársfærsla

Jæja nýárið gengið í garð og komin hugur í Litla-Garðsbændur. Húsin smá saman að fyllast af spennandi hrossum og frúin á bænum ætlar að reyna að vera dugleg að uppfæra fréttir, en að sjálfsögðu mun hún Ásdís okkar skjóta inn fréttaskotum af og til. Biggi hefur fengið hana Kristínu Birnu til aðstoðar og bjóðum við hana að sjálfsögðu velkomna til starfa. Engar myndir hafa verið teknar af hrossum enn sem komið er, en það verður bætt úr því hið fyrsta og fáið þið þá lesendur góðir að fylgjast með því helsta hjá okkur í vetur.

Læt fylgja hér með skemmtilega jólamynd af Nönnu og Sindra en þau brugðu sér út og bjuggu til skemmtilegar snjófígúrur :)

  • 1
Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1981
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 977022
Samtals gestir: 69398
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 03:06:38