Færslur: 2010 Apríl

25.04.2010 20:55

Góð sumarbyrjun

Sælir nú kæru lesendur og Gleðilegt sumar.



Stórsýningin Fákar og Fjör var haldin síðastliðna helgi í TopReiterhöllinni. Tókst sýningin afar vel, atriðin fjölbreytt og skemmtileg og þrátt fyrir mikil forföll af aðkomufólki var sýningin góð.

Biggi mætti með Tristan frá Árgerði í skeiðið og hampaði 1.sætinu þar með tímann 5.27.

Tristan frá Árgerði á fljúgandi skeiði.


Verðlaunaafhendingin.

Litli-Garður/Árgerði voru með eitt atriði þar. Komum við með ræktunarbúsýningu frá Árgerði sem vakti mikla athygli. Í ræktunarhópnum komu fram fimm hross .

Sjálfur reið Stefán Birgir stóðhestinum Kiljan frá Árgerði, Ásdís og Gísli riðu á 1. Verðlaunahryssunum Von og Týju frá Árgerði. Nanna Lind reið tristanssyninum Dyn frá Árgerði og reið Maggi Magg stóðhestinum Tristan frá Árgerði. Tókst atriðið vel og var almenn ánægja með það.

Þegar höllin stóð upp fyrir Magna


Að loknu atriði heiðruðu  Léttis menn Magna  fyrir áralanga hrossarækt og góðan afrakstur. Stillti hrossahópurinn sér fyrir aftan  þegar Magni kom út á gólfið og tók á móti blómunum.  Stóð öll höllin upp fyrir honum og var Magni alsæll og veifaði hækjunni eins og ekkert væri til áhorfenda sem vakti mikla gleði.


Í heild sinni var þetta frábært kvöld og eiga Léttismenn heiður skilið fyrir góða sýningu.

Á sumardaginn fyrsta var Grímukeppni fyrir yngri kynslóðina. Tók Sindri Snær þátt í sinni fyrstu keppni þar og gekk svona aldeilis vel.  Mikið veitingahlaðborð var svo á eftir á ásamt dýra og vélasýningu.

Sindri Snær/ninja orðin ready

Þann 20.apríl 2010 kom svo nýr fjölskyldumeðlimur í fjölskylduna. Fengu gömlu hjúin í Litla-Garði ömmu og afa titilinn þá þegar Hafþór, elsti sonurinn eignaðist litla prinsessu.  Var farið suður um helgina að skoða hana og voru allir orðlausir yfir þessari prinsessu sem auðveldlega er  hægt að horfa á endalaust.

Gömlu tóku sig vel út í afa og ömmu hlutverkinu.

Auðvitað þurftu allir að prófa


Að lokum ein mynd af prinsessunni.

Við kveðjum að sinni og þökkum fyrir góðan vetur.

Litli-Garður & Árgerði

  • 1
Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2711
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1303395
Samtals gestir: 82196
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 08:46:37