Færslur: 2012 Ágúst

25.08.2012 08:04

Sumarlok ...




Jæja þá er sumarið að líða undir lok, síðasta kynbótasýningin búin að síðastu mótin hér norðan heiða klárast þessa helgina, þ.e haustmót Léttis og svo Bæjarkeppni Funa. En það sem gerst hefur áhugavert í ágúst kemur hér allt í einni bunu frá okkur :)

Nanna Lind og Vísir frá Árgerði annars vegar sem eiga upphafsmyndina og fara mikinn á brokki og Stefán Birgir og Gletting frá Árgerði eru stjörnur mánaðarins frá okkar liði. Bæði tóku tvöfalda sæta sigra tvær helgar í röð og verður það tíundað hér á eftir.

Fyrst er það Fákaflug en það var um verslunarmannahelgina á Vindheimamelum. Biggi skellti sér þangað með félagana Gangster, Tristan og Blakk frá Árgerði. Ásdís fór í hestaferð í Bárðardalinn og skemmti sér vel sem endranær. Tristan endaði í 4. sæti í sterkum A-flokki þar með einkunnina 8.49, Gangster endaði í 5.sæti í einnig sterkum B-flokki með sömu einkunn og Blakkur gerði sér lítið fyrir og sigraði 150.m skeiðið með tímann 15.10 eftir gríðarsterka keppni við Elvar Einars. Eitthvað var lítið um myndatöku þessa keppnina.

Næst á dagskrá var svo Einarstaðamótið árlega og fórum við þangað keyrandi þetta árið en með fullt af hrossum en það er yfirleitt skemmtilegasta mótið til að prufa tryppaskarann í brautinni. Í B-flokk voru skráð Ásdís með Glóðar frá Árgerði og Brján frá Steinnesi, og Stefán Birgir með Gangsterinn frá Árgerði. Glóðar hlaut 8.23 eftir ágætis sýningu en var þó utan við úrslit en þetta árið þurfti 8.35 til að komast í topp 15. Brjánn var ekki alveg sáttur við þetta umstang allt og fór inn í sig og fékk eitthvað um 8 í einkunn.


Ásdís og Glóðar frá Árgerði


Brjánn skoðar áhorfendur.

Biggi og Gangster stóðu sig vel og hlutu flotta einkunn í forkeppni og enduðu svo í 3.sæti með 0.01 kommu mun á þeim sem varð nr.2 en einkunnin var 8.53.


Gangster og Biggi í sveiflu

Í A-flokki voru skráð tvö hross, hin 5.v Skerpla frá Brekku og Tristan frá Árgerði. Skerpla litla stóð sig ágætlega og hlaut 8.16 í einkunn en Tristan fipaðist á skeiðinu og þar fór það.


Skerpla frá Brekku


Tristan frá Árgerði

Í yngri flokkunum áttum við fulltrúa í Ungmenna- og Barnaflokki. Nanna Lind og Vísir stóðu sig vel eins og áður sagði, sigraði Ungmennaflokkinn glæsilega með mikilli riddarareið og uppskáru 8.57 í einkunn í úrslitunum.


Nanna og Vísir glæsileg

Í Barnaflokki var svo yngsti meðlimur liðsins, Sindri Snær 9 ára en hann fékk gæðinginn Tón frá Litla-Garði lánaðan hjá mömmu sinni. Þeir stóðu sig vel og komust í úrslit í 6-7 sæti og riðu sig svo glæsilega upp í 4. sæti í úrslitunum.


Flottir saman, Sindri og Tónn Tristansson

Töltið var sennilega það mest spennandi á mótinu en þar voru Biggi og Gletting í toppbaráttunni. Þau komu í 3-4 sæti inn í úrslit en voru svo að úrslitum loknum í 1-2 öðru sæti ásamt Baldvin Ara og Senjor frá Syðri-Ey með einkunnina 7.28, endaði það þannig að dómarar réttu upp spjöld með sætaröðun og urðu Biggi og Gletting ofar þar og sigruðu þar með töltið. Gletting er nú fylfull við Kappa frá Kommu þannig að þetta er hennar síðasta season í keppni.


Á hægu tölti


Í uppkeyrslu í hraðabreytingum


Og á yfirferð.

Skeiðið var svo á laugardagskvöldinu sem fyrr og enduðu Biggi og Blakkur þar þriðju með tímann 8.15 sek.

Og ekki má gleyma fulltrúanum okkar í öldunaflokki, Ármanni Magnússyni pabba, tengdapabba og afa okkar :) Hann stóð sig vel á Drottningu sinni frá Egilsstaðabæ og endaði í 4.sæti



Og nú 14. ágúst átti ein úr liðinu stórafmæli og varð fimmtug en það er hún Bogga óborganlega systir Herdísar húsfreyju fyrir þá sem ekki vita. Óskum við henni enn og aftur innilega til hamingju með afmælið :)



02.08.2012 12:12

Glimrandi Glymra

Náði í rekstrinum sem talað er um í síðustu frétt mynd af henni Glymru litlu frá Litla-Garði sem er 4.vetra efnisskvísa. Hún er undan Sónötu frá Litla-Hóli og gæðingnum Glym frá Árgerði.


Hún er sumsé sú rauðskjótta og er þessi mynd ekkert þúfna tilviljanakennd, Glymran einfaldlega lyftir svona vel :)

Ef þið smellið á myndina má skoða fleiri myndir frá þessari ferð okkar.
  • 1
Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 815
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1162512
Samtals gestir: 77046
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 06:41:20