Færslur: 2016 Apríl
26.04.2016 19:27
Kiljan á leið úr landi.
Kiljan frá Árgerði. Knapi Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
Er það því síðasti séns að nota þennan flotta kynbótahest.
Þekktasta afkvæmi Kiljans er hin stórglæsilega Eldborg frá Litla-Garði sem er nú þegar orðin mörgum kunn. Eldborg hefur hlotið 8,04 í sköpulag, 8,44 í hæfileika þ.a. 9,5 fyrir hægt tölt, 9 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið A.e. 8,29 fimm vetra gömul.
Læt fylgja hér með myndir af þremur afkvæmum Kiljans sem eru okkur fædd.
Eldborg frá Litla-Garði á Fákar og fjör 2016.
Glæðir frá Árgerði upprennandi keppnishestur sem á eftir að gera góða hluti í brautinni seinna meir.
Tíbrá frá Litla-Garði viljug og næm alhliðahryssa.
Sem áður segir verður Kiljan til afnota í Litla-Garði þetta seinasta sumar hans á Íslandi.
Upplýsingar í s. 896-1249 Biggi [email protected]
Skrifað af Herdís
25.04.2016 20:57
Í minningu Magna
Komið þið sæl kæru vinir og takk fyrir síðast.
Það er langt um liðið síðan síðast, það er samt sem áður búið að vera allt á fullu hér í Litla-Garði í vetur. Biggi var einn framan af vetri en um miðjan mars mætti Jenny Karlsson okkar til leiks, en hún var einmitt að frumtemja hér í haust. Stuttu síðar kom Klara Ólafsdóttir en hún er hér í verknámi hjá okkur frá Hólaskóla.
Það lifnaði heldur betur yfir bónda að fá svona góðar tamningakonur með sér, því þá var hægt að taka ennþá meira inn af öllum efniviðnum sem er hér um allar jarðir.
Hér eru mörg gríðarlega efnileg tryppi en ég ætla að gera þeim betri skil á næstu dögum.
Um liðna helgi var sýningin Fákar og fjör og mættum við þar til leiks með tvö atriði.
Það voru drottningarnar og systurnar Eldborg og Mirra frá Litla-Garði sem svifu um höllina og heilluðu gesti.
Sviphreinar systur, knaparnir ekki sem verstir :)
Það var Biggi sem sýndi Eldborgu og Ásdís okkar skellti sér á Mirru.
Eldborg í stuði.
Ásdís og Mirra í léttri sveiflu.
Þær geta sko líka skeiðað:)
Hitt atriðið var okkur mjög hjartfólgið en það bar nafnið " Í minningu Magna" .
Í minningu Magna!
Þar komu fram hinar ungu og efnilegu Ómsdætur, Dalía Sif frá Árgerði ( M. Von frá Árgerði) eigandi og knapi Ásdís Helga Sigursteinsd og Ópera frá Litla-Garði (M. Melodía frá Árgerði) knapi og eigandi Guðmundur Karl Tryggvason.
Flottar 5 vetra Ómsdætur.
Dalía Sif frá Árgerði og Ásdís Helga.
Þá fylgdu þær einnig með systurnar Eldborg frá Litla-Garði (Kiljansdóttir frá Árgerði ) og Mirra frá Litla-Garði (Glymsdóttir frá Árgerði). Þær eru undan Væntingu frá Ási 1.
Eldborg og Biggi.
Var einhver að tala um fótaburð? :)
Þetta er í genunum :)
Gústi og Mirra í sveiflu.
Systur eru sérstakar!
Biggi var á Eldborg og Gústaf Ásgeir Hinriksson var svo góður að tilla sér á Mirru. Þökkum við honum sem og Ásdísi og Gumma kærlega fyrir hjálpina.
Vorum við svo lánsöm að fá aðsendar myndir frá sýningunni. Bjarney Anna Þórsdóttir, Andrea Hjaltadóttir og Jenny Karlsson, kærar þakkir fyrir dásemdarmyndir, nú er bara að njóta :)
Við komum svo með nýjar fréttir um næstu helgi.
Bless í bili :)
Skrifað af Herdís
- 1
Flettingar í dag: 292
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2711
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1303356
Samtals gestir: 82196
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 06:41:37