Færslur: 2009 Ágúst

24.08.2009 12:23

Opið stórmót á Melgerðismelum

Jæja þá er fyrsta "Opið stórmót á Melgerðismelum" búið. Mótið heppnaðist mjög vel, í kringum 190 skráningar enn auðvitað er alltaf eitthvað sem má bæta.

Það má nú segja að okkur hafi gengið vel á mótinu, enn þetta fór svona:

Biggi fór með Klófífu frá Gillastöðum í sína fyrstu töltkeppni og fór hún í 6.63 í forkeppni sem gaf henni 6.sæti.

Einnig fór hann með hana í B-flokk og þar fékk hún 8.26 og endaði þar í 11.sæti.

Magnús vinnumaður fór með Senjor frá Árgerði í B-flokk. Var það hans fyrsta keppni og gekk bara eins og bísna vel.

Í A-flokk mætti Biggi með graðhestana 2.
Tristan frá Árgerði fékk 8.42 í forkeppni og var því annar inní úrslit.

Kiljan frá Árgerði fékk 8.30 í forkeppni og gaf það honum 6.sæti inní úrslit.
Biggi fékk svo Elvar á Skörðugili til að ríða á Kiljan í úrslitunum, gekk það mjög vel og hækkuðu þeir sig upp um 1 sæti.

Tristan og Biggi héldu sínu sæti og komu út með einkunnina 8.49.
Ásdís Helga og Von frá Árgerði sigruðu svo A-flokkinn með glæsibrag og má segja að þetta ár hafi verið algjörlega "árið þeirra"

Blakkur gamli klikkar seint og sóttu þeir sér 80þús kall í veskið um helgina þar sem þeir unnu 100m og 250m skeiðið. Magni gamli í Árgerði var svo stoltur af sínum hrossum að hann vissi varla í hvorn fótinn hann átti að stíga ;)

Nanna Lind fór með Vísi frá Árgerði í unglingaflokkinn. Urðu þau 4. inn í úrslit með einkunnina 8.28 enn náðu að hækka sig upp um 1 sæti í úrslitunum og enduðu þar með einkunnina 8.40.Þetta mót er svo sannarlega komið til að vera og hlökkum við til að sjá ykkur hress að ári liðnu.

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði

24.08.2009 10:34

Ótitlað

Biggi fór með þrjár hryssur á Síðsumarsýninguna á Akureyri í síðustu viku. Veðrið var ekki með besta móti  og völlurinn frekar þungur eftir allar þessar rigningar.  Gekk það allt eins og búast mátti við og fóru þær í ágætisdóm.


5v hryssan Elding frá Litla-Garði undan Svip frá Uppsölum og Elvu fór Árgerði var sýnd nú í fyrsta sinn og kom það ágætlega út.

Sköpulag


Höfuð

7.5

Háls/herðar/bógar

8

Bak og lend

8

Samræmi

8

Fótagerð

8

Réttleiki

7.5

Hófar

8

Prúðleiki

7

Sköpulag

7.89

Kostir


Tölt

7.5

Brokk

7.5

Skeið

7.5

Stökk

7

Vilji og geðslag

8

Fegurð í reið

7.5

Fet

8

Hæfileikar

7.58

Hægt tölt

5

Hægt stökk

5


Aðaleinkunn

7.7


Hér er dómurinn af henni.

Einnig fór Biggi með 5v hryssuna Glettingu frá Árgerði í fyrsta sinn í dóm. Hún er undan Tristan frá Árgerði og Glæðu frá Árgerði. Rosalega efnileg hryssa sem gaman verður að vinna með í vetur.

Sköpulag


Höfuð

7.5

Háls/herðar/bógar

8.5

Bak og lend

7.5

Samræmi

8.5

Fótagerð

7

Réttleiki

8

Hófar

8

Prúðleiki

7

Sköpulag

7.96

Kostir


Tölt

8

Brokk

7.5

Skeið

6.5

Stökk

8

Vilji og geðslag

8

Fegurð í reið

8

Fet

8

Hæfileikar

7.71

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8


Aðaleinkunn

7.81


Og að lokum sýndi hann klárhryssuna Klófífu frá Gillastöðum, sem var einnig að fara í sinn fyrsta dóm. Klófífa er undan Hreim frá Reykjavík og Þóru frá Gillastöðum.

Sköpulag


Höfuð

7.5

Háls/herðar/bógar

8

Bak og lend

7.5

Samræmi

7.5

Fótagerð

7.5

Réttleiki

7

Hófar

8

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

7.66

Kostir


Tölt

9

Brokk

8

Skeið

5

Stökk

8

Vilji og geðslag

9

Fegurð í reið

8.5

Fet

8

Hæfileikar

8.09

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8


Aðaleinkunn

7.92


Já svona fór þetta og eigendurnir voru sáttir með sínar hryssur sem er mjög gott.

Svo fer ég að skella inn fréttum frá Stórmótinu sem var á Melgerðismelum um helgina.

Kveðjur úr Litla-Garði og Árgerði

+

15.08.2009 20:22

Smá fréttaskot

Ætla að skella inn örlitlu fréttaskoti hér hvað hefur verið að gera þessa dagana :)
Síðastliðna daga höfum við verið að stunda tamningar. Einnig hefur þónokkuð mikill tími farið í að rífa niður gamla eldhúsið og skella inn nýju og flottu. Heimilistækin komin og allt að smella.

Í dag var vinnudagur niðrá Melgerðismelum. Sveitungar söfnuðust saman og hjálpuðust til við að gera þetta svæði tilbúið fyrir Stórmótið sem verður næstu helgi.  Búið er að snyrta allt og klippa, valta völlinn og margt margt fleira. Gaman að sjá hvað miklar breytingar geta orðið þegar margar hendur vinna létt verk :)
Ég minni á að skrá á Stórmótið fyrir þriðjudaginn enn allt um það má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.

Við erum búin að vera nokkuð dugleg að reka niðrá Mela núna og gaman er að sjá hvað hrossin lyftast öll upp við það og alltaf er jafn gaman að ríða út á mjúkum melnum :)

Annars er verið að þjálfa fyrir kynbótasýningu núna og stefnir Biggi með 3 hryssur í dóm

Sjáumst hress á Stórmóti á Melgerðismelum að viku liðni :)

litlu fyrirsæturnar á bænum

15.08.2009 12:46

Opið stórmót á Melgerðismelum 21.-23 ágústOpið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-23. ágúst. Keppt verður  í A- og B-flokki, barna- unglinga- og ungmennaflokki og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu.  Einnig verður töltkeppni og kappreiðar með keppni í 100 m flugskeiði, 150 og 250 m skeiði, 300 m brokki og 300 m stökki.

Vegleg peningaverðlaun verða í boði í kappreiðum og tölti, en 1. verðlaun verða 40 þús. 2. verðlaun 20 þús. og 3. verðlaun 10 þús. kr. í þeim greinum nema brokki og stökki, en þar verða 1. verðlaun 10 þús. og 2. og 3. verðlaun 5 þús. kr. Skráning sendist í seinasta lagi þriðjudaginn 18. ágúst til Stefáns Birgis í netfang [email protected], eða síma 896 1249.

Skráningargjald kr. 2.500- fyrsta skráning og aðrar skráningar kr. 1.000- greiðist inn á bankar. 0162-26-3682, kt. 470792-2219.
Mótið verður jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélagsins Léttis.12.08.2009 21:19

Stórmót Þjálfa 2009

Síðustu helgi keyrðum við með fulla kerru austur á Einarsstaði á Stórmót Þjálfa.  Mótið stóð undir sínu eins og alltaf, mörg góð hross og mikil skráning.
Okkar "liði" eins og má kalla það, gekk  yfir allt bara bísna vel enn öll úrslit frá mótinu má sjá hér.

Klófífa frá Gillastöðum fékk 8.23 í forkeppni og var því í 12.sæti enn hækkaði sig um 1 sæti í B-úrslitunum.

Klófífa og Biggi

Nanna Lind fór með Tristanassonin Tón frá Litla-Garði í unglingaflokk og endaði  í 5.sæti í úrslitum.

Nanna Lind og Tónn frá Litla-Garði

Biggi fékk Dimmbrá frá Egilsstaðabæ að láni hjá Ármanni í töltið og endaði 6. í A-úrslitum.

Dimmbrá frá Egilsstaðabæ og Stefán Birgir

Einnig fór Biggi með Dyn frá Árgerði í töltið enn þurfti að draga hann útúr B-úrslitum.

Dynur frá Árgerði og Biggi

Í A-flokk mætti Biggi með 3 hross.
Dynur frá Árgerði reif undan sér svo ekki varð meira úr þeirri sýningu.
Kiljan frá Árgerði fékk 8.37 í forkeppni og var 5. inn í A-úrslit og hélt svo sínu sæti í úrslitum.


Kiljan frá Árgerði og Biggi í úrslitum í A-flokk.

Einnig kom Biggi, Tristan frá Árgerði inn í A-úrslit  með einkunnina 8.35 og fékk hann Magnús Braga til að ríða honum í úrslitum og gekk það ljómandi vel og komu þeir út í 3.sæti með einkunnina 8.39.

Maggi Magg og og Tristan á fljúgandi siglingu

Blakkur og Biggi voru svo í 2.sæti í 100m skeiði á tímanum 8.15.
Gaman er einnig að segja frá því að þær stöllur Ásdís Helga og Von frá Árgerði stóðu sig frábærlega og unnu bæði A-flokk og tölt með þvílíkum stæl.

FLEIRI MYNDIR FRÁ MÓTINU MÁ SJÁ HÉR !

Í Árgerði gengur allt sinn vanagang og er verið að klára seinni slátt þar.

Einnig minni ég á að það var að koma inn nýr söluhestur.
Enn frekar upplýsingar um hann má sjá hér.

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði :)


  • 1
Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1981
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 977113
Samtals gestir: 69405
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 04:57:26