23.06.2009 00:52

Gæðingakeppni Funa o. fl

Jájá allt er á fullu eins og vanalega í Litla-Garði & Árgerði.
Síðustu helgi var Gæðingakeppni Funa, og má segja að öll hrossin sem við fórum með voru að þreyta sína fyrstu tilraun á keppnisvellinum.  Biggi varð í 2.sæti í A-flokk á Kiljan frá Árgerði með einkunnina 8.40. Já þetta var spennandi og óvenju sterkir hestar á mótinu.
Enn jæja í B-flokk voru 3 hross frá Árgerði í úrslitum. Þ.e.a.s  3.sæti Týja frá Árgerði & Gísli, 4.sæti Dynur frá Árgerði  & Biggi og svo í 5.sæti Gletting frá Árgerði & Nanna Lind.
Biggi sigraði síðan töltið á Dimmbrá frá Egilsstaðabæ með einkunnina 6.73 og Nanna Lind vann unglingaflokkinn á Tristanssyninum Tón frá Litla-Garði.

 17 júní gerðist leiðindaratburður. Komma frá Árgerði hafði verið að kasta um nóttina, og þegar komið var að henni var folaldið steindautt og hafði einungis hausinn komin út.  Komma  sem var orðin 21v var orðin kvalin og  tekin var sú ákvörðun að lóga henni.  Komma fór undir Þokka frá Kýrholti í fyrra, svo þetta var mikill missir. Já þetta var hundfúlt enn þeir missa sem eiga.

Þessa dagana má segja að það hafi verið tiltekt í hrossunum. Búið er að reka allan útigang heim og flokka, setja tryppin fram á dal, taka veturgömlu tryppin og binda þau til að spekja þau.

Einnig hafa litlu graddarnir verið að fara í hólf.
Kiljan frá Árgerði verður hér heima allavega fyrragangmál og verður honum sleppt á morgun í hólfið (24.júní 09). Takið eftir það eru enn örfá laus pláss fyrra gangmál.
3v. Folinn Gangster frá Árgerði sem er undan Glæðu frá Árgerði og Hágang frá Narfastöðum verður í hólfi á Hólum í Eyjafirði í sumar.

Gangster frá Árgerði
Einnig kom pabbi Herdísar, Ármann í gær og sótti Dimmbrá og tók með sér 3v folann Frama frá Árgerði sem verður í hólfi við Egilsstaðabæ.

Frami frá Árgerði
Einnig fóru fimm ungfolar í ungfolahólfið í Samkomugerði það voru:
Jarl frá Árgerði, 2.vetra undan Snældu frá Árgerði og Tígli frá Gígjarhóli
Hreimur frá Litla-Garði, 2.vetra undan Melodíu frá Árgerði og Hágang frá Narfastöðum
Gjafar frá Litla-Garði, veturgamall undan Tíbrá frá Ási 1 og Tristan frá Árgerði
Nn frá Árgerði, veturgamall undan Hrefnu frá Árgerði & Glym frá Árgerði 
Nn frá Árgerði, veturgamall undan Glæðu frá Árgerði & Smára frá Skagaströnd.

Ég vil minna á Héraðsmótið sem er á Melgerðismelum næstu helgi, það þarf að skrá fyrir 24. Júní hjá Bigga í síma 8961249 eða í netfang: [email protected]   Skráningargjald er 1000 kr. hverja grein.


Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði.

 


Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270837
Samtals gestir: 81217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:10:44