12.08.2009 21:19
Stórmót Þjálfa 2009
Síðustu helgi keyrðum við með fulla kerru austur á Einarsstaði á Stórmót Þjálfa. Mótið stóð undir sínu eins og alltaf, mörg góð hross og mikil skráning.
Okkar "liði" eins og má kalla það, gekk yfir allt bara bísna vel enn öll úrslit frá mótinu má sjá hér.
Klófífa frá Gillastöðum fékk 8.23 í forkeppni og var því í 12.sæti enn hækkaði sig um 1 sæti í B-úrslitunum.
Klófífa og Biggi
Nanna Lind fór með Tristanassonin Tón frá Litla-Garði í unglingaflokk og endaði í 5.sæti í úrslitum.
Nanna Lind og Tónn frá Litla-Garði
Biggi fékk Dimmbrá frá Egilsstaðabæ að láni hjá Ármanni í töltið og endaði 6. í A-úrslitum.
Dimmbrá frá Egilsstaðabæ og Stefán Birgir
Einnig fór Biggi með Dyn frá Árgerði í töltið enn þurfti að draga hann útúr B-úrslitum.
Dynur frá Árgerði og Biggi
Í A-flokk mætti Biggi með 3 hross.
Dynur frá Árgerði reif undan sér svo ekki varð meira úr þeirri sýningu.
Kiljan frá Árgerði fékk 8.37 í forkeppni og var 5. inn í A-úrslit og hélt svo sínu sæti í úrslitum.
Kiljan frá Árgerði og Biggi í úrslitum í A-flokk.
Einnig kom Biggi, Tristan frá Árgerði inn í A-úrslit með einkunnina 8.35 og fékk hann Magnús Braga til að ríða honum í úrslitum og gekk það ljómandi vel og komu þeir út í 3.sæti með einkunnina 8.39.
Maggi Magg og og Tristan á fljúgandi siglingu
Blakkur og Biggi voru svo í 2.sæti í 100m skeiði á tímanum 8.15.
Gaman er einnig að segja frá því að þær stöllur Ásdís Helga og Von frá Árgerði stóðu sig frábærlega og unnu bæði A-flokk og tölt með þvílíkum stæl.
FLEIRI MYNDIR FRÁ MÓTINU MÁ SJÁ HÉR !
Í Árgerði gengur allt sinn vanagang og er verið að klára seinni slátt þar.
Einnig minni ég á að það var að koma inn nýr söluhestur.
Enn frekar upplýsingar um hann má sjá hér.
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði :)