15.08.2009 20:22

Smá fréttaskot

Ætla að skella inn örlitlu fréttaskoti hér hvað hefur verið að gera þessa dagana :)
Síðastliðna daga höfum við verið að stunda tamningar. Einnig hefur þónokkuð mikill tími farið í að rífa niður gamla eldhúsið og skella inn nýju og flottu. Heimilistækin komin og allt að smella.

Í dag var vinnudagur niðrá Melgerðismelum. Sveitungar söfnuðust saman og hjálpuðust til við að gera þetta svæði tilbúið fyrir Stórmótið sem verður næstu helgi.  Búið er að snyrta allt og klippa, valta völlinn og margt margt fleira. Gaman að sjá hvað miklar breytingar geta orðið þegar margar hendur vinna létt verk :)
Ég minni á að skrá á Stórmótið fyrir þriðjudaginn enn allt um það má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.

Við erum búin að vera nokkuð dugleg að reka niðrá Mela núna og gaman er að sjá hvað hrossin lyftast öll upp við það og alltaf er jafn gaman að ríða út á mjúkum melnum :)

Annars er verið að þjálfa fyrir kynbótasýningu núna og stefnir Biggi með 3 hryssur í dóm

Sjáumst hress á Stórmóti á Melgerðismelum að viku liðni :)

litlu fyrirsæturnar á bænum
Flettingar í dag: 4179
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280194
Samtals gestir: 81376
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 20:30:50