02.01.2010 23:13

Jólafríið komið á enda !

Já góðan og blessaðan daginn eða kannski væri bara gáfulegra að byrja á því að segja Gleðileg jól og farsælt komandi ár?
Já það má heldur betur segja að heimasíðan hafi skroppið í ansi langt jólafrí, enn í tilefni þess þar sem jólin eru nú á enda er kannski komin tími til að sparka í rassinn á sumum og koma inn með síðuna á fullu á nýju ári.
Margt hefur drifið á daga Litla-Garðs og Árgerðis fjölskyldunnar síðustu mánuði. Haustmánuðirnir tóku enda ásamt hausverkunum enn við tóku enþá fleiri og skemmtilegri verkefni. Tamningarnar hófust í Litla-Garði og kom nýr tamningamaður til aðstoðar á bæinn að nafni Lasse, hann kemur frá Danmörku enn mun verða hér út apríl. 
Meira enn nóg af hrossum eru komin inn og meirihlutinn eða næstum allt mjög svo álitlegt, stefnir þetta í mjög áhugaverðan vetur þar sem mikið af nýjum hrossum eru að koma inn frá okkur og margt skemmtilegt í tamningu frá öðrum.   Myndir og fréttir af þeim munu birtast hér á næstu dögum.  

Veturkonungur hefur svo sannarlega sýnt sig hér á Norðurlandinu síðustu vikur og farið allt að niður í -17° frost. Sjaldan hefur sést jafn mikill snjór hér enn gaman er að ríða út í þessu veðri.
Milli jóla og nýárs fóru Biggi og Nanna upp í fjall á snjósleða að sækja hrossin sem voru þar enn, því miður gleymdist myndavélin í þeirri ferð enn mikið rosalega hefði verið gaman að hafa hana með.

Enn þá að jólunum og allir gleðinni í kringum þá hátíð.

Sindri Snær með Stúfi úr Dimmuborgum.

Fyrir jól skellti fjölskyldan sér í Jarðböðin á Mývatni með jólasveinunum í Dimmuborgum, var það mikil upplifun fyrir litla menn sem mun ábyggilega standa lengi með honum.

Já, Sindri hélt sér sko fast í mömmu.


Aðfangadagur var stórkostlegur eins og alltaf. Hamborgarahryggurinn klikkar seint og mætti halda að allir hafi gleymt kreppunni þegar snérist að pökkunum.

Allir sestir við borð á aðfangadagskvöld.(vantar 1)

   
Áramót 2009








Nýárskveðjur úr Litla-Garði & Árgerði

Flettingar í dag: 4290
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280305
Samtals gestir: 81428
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 21:49:13