16.01.2010 23:00

Fyrsta mót ársins

Góðan daginn kæru lesendur.

Mér datt í hug að skella inn smá fréttaskoti afþví sem hefur verið í gangi hér síðastliðnu daga. Tamningarnar hafa gengið sinn vanagang og meira en nóg að gera. Það hefur gengið brösulega við að finna tamningarmann hér enn endilega hafið samband ef þið hafið hugmynd um einhvern færan við þjálfun.
Þó að verkefnin séu mörg og vanti tamningamann er nú alltaf hægt að redda sér.  Fjölskyldumeðlimir fara skella sér í húsin til að hjálpa til, er ekki sagt að margar hendur vinni létt verk  ?Herdís er byrjuð að þjálfa og Nanna reynir að vera eins mikið með og tíminn segir. Sindri litli er í fullri vinnu þar eins og hann vill orða það :)

Fyrsta mót ársins var í gær (15.01.10). Léttir og Lífland héldu nýárstölt í reiðhöllinni inná Akureyri. Biggi tók þátt þar á geldingnum Dyn frá Árgerði og fékk einkunnina 5.8. Voru þeir bísna sáttir með það svona miðað við aðeins 4 reiðtúra undirbúning.


Endum þetta á mynd af Bigga á Dyn frá Árgerði á Nýárstöltinu.


Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði

Flettingar í dag: 4271
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280286
Samtals gestir: 81428
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 21:27:00