06.03.2010 01:33
Ný söluhross o.fl
Jæja, byrjum þetta á mynd af einni 4v í húsinu hjá okkur. Sigurdís frá Árgerði, það er hryssa sem við frumtömdum í haust og byrjuðum síðan á 1.feb aftur. Er hún undan Silfurtá frá Árgerði og Hágangi frá Narfastöðum.
Sjá fleiri myndir af Sigurdís hér
Veðrið hefur verið í þvílíkum sveiflum síðastliðna daga hér í Eyjafirðinum. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var þvílíka sælan hér fyrr í vikunni, sól og alveg hreint frábært útreiðarveður. Hins vegar tók rokið völdin hér í gær og gerði það að verkum að Biggi lagði ekki í að láta Kiljan og Tristan frá Árgerði upp á kerru og fara á Svínavatn með þá eins og áætlað var að gera.
Hér er mynd af rekstri í gærdag.
Þegar veðrið er með svona stæla er gott að nota þá daga í rekstur og innivinnu.
Að lokum ætla ég að koma með 2 tilkynningar.
Ætla ég að byrja á því að minna á að það eru komin 2 ný hross á söluskrá, en verður söluskráin betur uppfærð á næstu dögum.
Hér er Kátína frá Skíðbakka 3.
Sjá fleiri upplýsingar með því að ýta á myndina
Hér er Senjor frá Árgerði
Sjá fleiri upplýsingar með því að ýta á myndina.
__________________________________________________
Að lokum er ein auglýsing frá Hrossaræktafélaginu Náttfara:
Sigurvegari 5v stóðhesta á Landsmótinu á Hellu 2008, Ómur frá Kvistum, verður í Eyjafjarðarsveitinni eftir Landsmót í sumar.
Kynbótadómur: 8,61 Blup: 125
Staður og tímabil: Eyjafjarðarsveit eftir Landsmót.
Verð m. öllu er 145.000.- kr. (1x sónað)
Pantanir: Hjá [email protected] og 896 1249 (Stefán Birgir). Pantanir skulu berast fyrir 10.mars 2010.
______________________________________________________
Þá er þetta að verða komið að lokum hjá okkur núna, endilega látið heyra í ykkur ef þið hafir óskir um auglýsingu á söluhrossum eða eitthvað slíkt.
Kveðjur frá Litla-Garði & Árgerði