27.03.2010 12:47
KEA mótaröðin- Tölt T2 & skeið.
KEA mótaröðin endaði nú síðastliðinn fimmtudag á Tölti T2 og skeiði. Voru keppnirnar spennandi þó sérstaklega skeiðið. Biggi fór með Vísi frá Árgerði í slaktaumatöltið en Tristan frá Árgerði í skeiðið. Í slaktaumatölti var Biggi efstur inn í B-úrslit með einkunnina 5.90 en endaði svo í 8. sæti, bísna sáttur.
Biggi og Vísir í B-úrslitum í tölti T2
Þar sem skeiðhestur Bigga síðastliðna ára, Blakkur frá Árgerði hefur verið haltur í vetur er verið að reyna finna annan slíkan. Tristan frá Árgerði varð fyrir valinu þetta kvöld og var vægast sagt ekki fyrir vonbrygðum. Enduðu þeir félagar í 2.sæti með tímann 5.31.
Tristan á fljúgandi skeiði.
Samanlagt var Biggi í 6.sæti í stigakeppninni og nokkuð sáttur með það, miðað við lítinn undirbúning.
Í vikunni fara svo að koma inn fleiri myndir og smá innskot af því sem er í gangi út í húsum.
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði