13.05.2010 18:33

Fjölskyldufréttir

Jæja kæru lesendur, eins og oft áður vinnst lítill tími í gerð á síðunni en þó reynum við að smella inn fréttaskotum öðru hverju sinni.
Síðastliðna daga hefur nú þó nokkuð drifið á daga hjá hestabúunum í Djúpadal. Í þessari frétt ætla ég þó að snúa athyglinni að fjölskyldunni.

Nú er ungviðið farið að spretta út og lömbin farin að koma í röðum á báðum bæjum. Vekur það mikla hamingju, þó sérstaklega hjá unga bóndanum í Litla-Garði honum Sindra Snæ. Einnig er komið eitt móálótt merfolald.

Í síðustu viku bárust okkur þær fregnir að Nanna Lind hefði verið valin sem ein af 8 knöpum á Íslandi til þess að fara til Danmerkur í sumar og keppa á Youth Cup 2010 (heimsmeistaramót unglinga í hestaíþróttum). Voru þetta mikil gleðitíðindi og strax komin spenna í loftið.

Hafþór Magni kom nú norður með sína litlu fjölskylduna sína í byrjun maí til þess að hjálpa við verkin í Árgerði. Sú litla dafnar vel og stefnt er á skírn í Júní.
Nú á næstu dögum fara svo að koma nýjar vinnustúlkur til þess að starfa hér í sumar.

litla gullið.

Krakkarnir eru að klára skólann. Nanna að fara í skólaferðalagið í næstu viku og bíður spennt eftir því að klára grunnskólagöngu sína, einnig var hún að ljúka 3.stigi í píanó.

Nanna í grunnprófinu sínu

Sindri er farin að taka þátt í fótboltamótum og er í góðum framförum.

æfir sig heima!

Magni og Dísa eru hin alsælustu og hafa alltaf nóg fyrir stafni.
Til gamans má nefna að næstkomandi helgi verður Magni áttræður.


Já allir hafa í nógu að snúast.

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270948
Samtals gestir: 81227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:18:46