15.05.2010 11:18
Kynbótasýning á Melgerðismelum.
Kynbótasýningin á Melgerðismelum stóð nú yfir dagana 13-14 maí.og voru í kringum 50 hross skráð. Biggi mætti með 6 hross þar í dóm. Stóðhestana Tristan og Kiljan frá Árgerði, Tristansdæturnar Glettingu frá Árgerði og Fífu frá Hólum, 4v Kiljansdóttirina Tíbrá frá Litla-Garði og 5v Tristanssoninn Sleipni frá Halldórsstöðum.
Yfir heildina gengu sýningarnar vel, þó er alltaf eitthvað sem hefði mátt fara betur en það er bara eins og þetta gengur.
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.54 |
Hér má sjá dóminn af 4v hryssunni Tíbrá frá Litla-Garði sem er í eigu Berglindar Káradóttur. Hún er fyrsta hrossið sem tamið er undan Kiljan frá Árgerði og lofar einstaklega góðu. Gaman verður að sjá hana þroskast og bæta sig í framtíðinni.
Tíbrá frá Litla-Garði
Biggi fór með 3 hross undan Tristan í dóm.
5v stóðhestinn Sleipni frá Halldórsstöðum sem er í eigu Rósu Hreindóttur. Gekk ekki allt eins og ætlast var þar og kom hann út með aðaleinkun 7.49
Sleipnir frá Halldórsstöðum
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.75 |
Hér er dómurinn af 6v hryssunni Fífu frá Hólum sem er í eigu Karls Karlssonar. Sýndist hún ágætlega en á þó nokkuð inni.
Fífa frá Hólum
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.98 |
Hér er svo dómurinn af Glettingu frá Árgerði. Einnig er hún 6v og undan Tristan frá Árgerði. Það munaði ekki miklu á 1. verðlaununum hjá henni en það kemur síðar.
Gletting frá Árgerði
Bræðurnir Kiljan og Tristan frá Árgerði sýndust ágætlega.
Tristan sýndist vel og hækkaði þónokkuð en Kiljan sýndist ekki jafn vel.
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.12 |
Hér er dómurinn af Kiljan, en eins og sjá má lækkaði hann þónokkuð í hæfileikum.
Kiljan frá Árgerði
Síðastur og hæstdæmda hrossið á Kynbótasýnignunni var Tristan frá Árgerði og jafnframt eina hrossið sem fékk miða inná Landsmót.
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.36 |
Hér er dómurinn hans Tristans.
Tristan frá Árgerði
Skrifað af Nanna Lind Stefánsdóttir
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270912
Samtals gestir: 81225
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:57:41