08.07.2010 01:23
Ótitlað
Jæja gott fólk, lífið hér í sveitinni gengur sinn vanagang, útreiðar hafa gengið nokkuð vel þó ennþá beri á stöku veiku hrossi! Það sem er fréttnæmast héðan þessa dagana er að loksins er komið að brottför hjá Nönnu Lind en hún var eins og mörgum er kunnugt valin ásamt 8 öðrum unglingum til þess að fara á Youth Cup sem er alþjóðlegt hestaíþróttamót unglinga og er það að þessu sinni haldið í Danmörk.
Er þetta mikill heiður fyrir hana og upplifun að fá að spreyta sig erlendis með úrvals kennurum og í mismunandi keppnisgreinum.
Vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem eru búnir að vera svo vænir að styrkja Nönnu til þessarar ferðar með fjárframlögum sem og öðrum gjöfum. Það verða spenntir foreldrar sem sitja heima og bíða frétta af dömunni:)
Bestu kveðjur úr sveitinni
Herdís og Biggi
Er þetta mikill heiður fyrir hana og upplifun að fá að spreyta sig erlendis með úrvals kennurum og í mismunandi keppnisgreinum.
Vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem eru búnir að vera svo vænir að styrkja Nönnu til þessarar ferðar með fjárframlögum sem og öðrum gjöfum. Það verða spenntir foreldrar sem sitja heima og bíða frétta af dömunni:)
Bestu kveðjur úr sveitinni
Herdís og Biggi
Skrifað af Herdís Ármannsdóttir
Flettingar í dag: 306
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 4345
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 1280666
Samtals gestir: 81448
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 05:56:03