02.08.2010 19:24

Tristan frá Árgerði valinn hestur mótsins


Góðan daginn kæru lesendur, nú eru mótin farin að dynja á loksins. Þó er pestin ekki orðin góð hér á bæ, margt sem en hóstar, einhver hópur sem fer versnandi, annar batnandi og svona.
Allavega þá skellti Biggi sér á Opnu Bjargarleikana sem voru haldnir á Björgum í Hörgárdal um verlsunarmannahelgina. Tókst mótið alveg snilldar vel hjá Bjargarmönnum og eiga þeir hrós skilið. Veðrið var gott og mótið vel skipulagt.

Tristan frá Árgerði, sem má segja að hafi verið í hóp þeirra hrossa sem hafa lent verst í pestinni, er nú að verða samur aftur og unnu hann og Biggi 100m skeiðið.


Töltið sigraði Biggi á Tristanssyninum Dyn frá Árgerði með einkunnina 7,67 sem vakti mikla athygli þarna. Einnig var Tristansdóttirin Gletting frá Árgerði önnur inn í tölt úrslit en Biggi dró hana út.

Dynur frá Árgerði

Fjórganginn sigraði Biggi einnig og einnig á Tristanssyni, Tónn frá Litla-Garði vann þar með einkunnina 6,9.



Í fimmgangum voru einnig tvö Tristansafkvæmi í úrslitum
Biggi endaði 4 á Fífu frá Hólum með einkunnina 5,86


Tristansdóttirin Fífa frá Hólum

Ásdís Helga var efst inn í úrslitin á Tristanssyninum Hvin frá Litla-Garði en endaði svo þriðja með einkunnina 6,29

Tristanssonurinn Hvinur frá Litla-Garði

Í lok móts var Tristan svo valin hestur mótsins.

Næst á dagskrá er ferðinni svo heitið á Einarsstaði á Stórmót Þjálfa, ætlum við ríðandi þangað og leggjum að stað á þriðjudaginn.

Bless í bili (:

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270948
Samtals gestir: 81227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:18:46