20.08.2010 19:56

Tristan valinn glæsilegasta hestur mótsins

Sælir kæru lesendur
Helgina 6. - 8. ágúst var árlega Stórmót Þjálfa haldið. Fórum við þangað ríðandi með 60 hrossa hóp í för, lukkaðist ferðin mjög vel og alltaf gaman að halda til í hestaferðir árlega.
Mótið fór vel fram að venju hjá Þjálfa mönnum og óvenju góð skráning. Mættum við með nokkur hross.
Í töltið fór Biggi með Dyn frá Árgerði og var rétt fyrir utan úrslit.

Dynur frá Árgerði

Í B-flokk varð Biggi 3 í B-úrslitum á Glettingu frá Árgerði

Gletting frá Árgerði

Nanna Lind fór með Tón frá Litla-Garði í unglingaflokkinn og endaði þar í 3.sæti

Tónn frá Litla-Garði

A-flokkinn tók Biggi síðan með Trompi á stóðhestinum Tristan frá Árgerði með einkunnina 8.67

Tristan frá Árgerði

Einnig var Tristan valinn glæsilegasti hestur mótsins og hlaut einnig verðlaun fyrir hæstu einkunn mótsins.

Gamli sáttur með verðlaunin.

Gaman er þó að segja frá að öll hrossin hér að ofan eru afkvæmi Tristans. 

MYNDBAND AF TRISTAN FRÁ ÚRSLITUNUM- SJÁ HÉR


Góðir Gullhestar ehf. sáttir með árangurinn af hestinum sínum.

Hér má sjá myndir frá Stórmóti Þjálfa

Ekki varð stoppið stutt eftir þetta mót. Þegar heim var komið  var aðeins tekið upp úr töskum og pakkað á ný og lagt af stað á Hvammstanga á Íslandsmót Barna, Unglinga og Ungmenna með Nönnu Lind.
Gekk henni vel miðað við snögg hestaskipti sökum pestar. Var önnur fyrir utan úrslit í fjórgangum á Tón frá Litla-Garði og í B-úrslitum í tölti á Stirni frá Halldórsstöðum.

Nú er kynbótasýning að klárast og hefst Stórmót Funa í fyrramálið, svo fréttir af kynbótasýningunni og mótinu birtast fljótlega eftir helgi.

Sæl að sinni.

Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270837
Samtals gestir: 81217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:10:44