30.08.2010 14:38
Tristan aldrei verið betri
Jæja þá er farið að nálgast haustið og mótin að klárast þetta sumarið þótt þau hafi nú ekki verið mörg.
Stórmót Funamanna var haldið síðustu helgi á Melgerðismelum í Eyjafjarðasveit. Lukkaðist mótið vel þrátt fyrir kulda og mikla rigningu á sunnudeginum. Var mótið sterkt og gaman að sjá hvað margir hestar eru að koma til eftir pestina.
Tristan frá Árgerði hefur sjaldan verið betri en núna, vakti hann mikla athygli í A-flokknum en þar sigraði hann með einkunnina 8.71.
HÉR MÁ SJÁ MYNDBAND AF TRISTAN FRÁ ÚRSLITUNUM
A flokkur
Úrslit
Sæti Keppandi
1 Tristan frá Árgerði / Stefán Birgir Stefánsson 8,71
2 Dagur frá Strandarhöfði / Stefán Friðgeirsson 8,7
3 Týr frá Litla-Dal / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,6
4 Laufi frá Bakka / Bjarni Jónasson 8,47
5 Týja frá Árgerði / Ásdís Helga Sigursteinsdóttir 8,36
6 Formúla frá Vatnsleysu / Jón Herkovic 8,31
7 Hvinur frá Litla-Garði / Svavar Örn Hreiðarsson 7,38
Styrnir frá Neðri-Vindheimum / Riikka Anniina
Í B-flokk fékk Gletting frá Árgerði að þreyta sína fyrstu tilraun. Gekk það mjög vel og endaði hún 4. með einkunna 8.33 sem er ágætt miðað við fyrstu keppni.
B flokkur
Úrslit
Sæti Keppandi
1 Ríma frá Efri-Þverá / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,60
2 Logar frá Möðrufelli / Baldvin Ari Guðlaugsson 8,55
3 Flugar frá Króksstöðum / Tryggvi Höskuldsson 8,34
4 Gletting frá Árgerði / Stefán Birgir Stefánsson 8,33
5-6 Rommel frá Hrafnsstöðum / Inga Bára Ragnarsdóttir 8,30
5-6 Heimir frá Ketilsstöðum / Bjarni Páll Vilhjálmsson 8,30
7 Dama frá Arnarstöðum / Þórhallur Dagur Pétursson 8,23
8 Örvar frá Efri-Rauðalæk / Ágústa Baldvinsdóttir 8,05
Í töltið fór Biggi með Dyn frá Árgerði og endaði annar þar með einkunnina 6.61.
Töltkeppni
A úrslit
Sæti Keppandi
1 Baldvin Ari Guðlaugsson / Logar frá Möðrufelli 7,11
2 Stefán Birgir Stefánsson / Dynur frá Árgerði 6,61
3 Þorbjörn Hreinn Matthíasson / Ríma frá Efri-Þverá 6,61
4 Þórhallur Þorvaldsson / Gandur frá Garðsá 6,22
Ásdís Helga Sigursteinsdóttir / Hryfning frá Kýrholti (fór undan)
Þór Jónsteinsson / Dalrós frá Arnarstöðum (fór undan)
Nanna Lind fór með Tón frá Litla-Garði og Vísi frá Árgerði í Unglingaflokkinn. Var hún jöfn með þá inn í úrslit í 2.-3 sæti en valdi Tón í úrslitin og endaði þar 2. með einkunnina 8.52
Unglingaflokkur
Úrslit
Sæti Keppandi
1 Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund 8,53
2 Nanna Lind Stefánsdóttir / Tónn frá Litla-Garði 8,52
3 Björgvin Helgason / Brynhildur frá Möðruvöllum 8,35
4 Guðlaugur Ari Jónsson / Akkur frá Hellulandi 8,15
5-6 Eydís Sigurgeirsdóttir / Gáski frá Hraukbæ 8,08
5-6 María Björk Jónsdóttir / Sveinn frá Sveinsstöðum 8,08
7 Karen Konráðsdóttir / Orka frá Arnarholti 8,06
8 Árni Gísli Magnússon / Íla frá Húsavík 7,18
Rétt fyrir mót gerði Biggi sér grein fyrir að nú væri illt í efni. Blakkur gamli skeiðhesturinn frá Árgerði, er en veikur og haltur. En þrátt fyrir það sleppti Biggi nú ekki að taka þátt og fékk Gletting frá Dalsmynni lánaðan hjá Þór á Skriðu og enduðu þeir í 3.sæti í 150m skeiði með tímann 16,35.
150 m skeið
Sæti Knapi Hestur Besti tími Fyrri sprettur Siðari sprettur
1 Svavar Örn Hreiðarsson Myrkvi frá Hverhólum 15,60 17,06 15,60
2 Jón Björnsson Tumi frá Borgarhóli 15,9 15,90 15,9
3 Stefán Birgir Stefánsson Glettingur frá Dalsmynni 16,35 - 16,35
Litli guttinn hann Sindri Snær fór sína fyrstu keppni þarna og tók þátt á Móu frá Kýrholti.
Pollaflokkurinn
Myndir frá mótinu má sjá hér
Næst á dagskrá er svo Metamót Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ
Ætlar Biggi að mæta þar með Tristan og sjá hvar hann stendur þar, er það bara spennandi og koma fréttir af því að helgi liðni.