08.02.2011 22:58

Ísfjörið dásamlega

Ahhh þá byrjar það allra allra besta við veturinn, að ríða á ÍS!!! Fyrsta ísmótið hér fyrir norðan verður á sunnudaginn komandi ef veðurguðirnir lofa og ætlum við að smella okkur þangað. 
Reyndar eru mótin að byrja af krafti núna og það þarf að vera á tánum ef á að fylgja straumnum. 
Var ferðin reyndar einnig til að taka æfingarrúnt í Top Reiter höllinni fyrir fyrsta mótið í KEA mótaröðinni næstkomandi fimmudagskvöld en við stóðumst ekki mátið að máta ísinn aðeins líka. 


Gæðingurinn og stóðhesturinn Tristan frá Árgerði er að komast í form.


Aðalkeppnishesturinn hennar Ásdísar er Hvinur frá Litla-Garði sonur Tristans. 


Anna Sonja tók sinn alfyrsta íssprett á hryssunni Hrafntinnu frá Kálfagerði sem er hennar keppnishross en hún er undan Biskup frá Saurbæ (Gustssyni frá Hóli). 


Tamningar ganga eins og í sögu á tamningarstöðinni og eru um 40 hross á járnum og langflest eru þau sem stefnt er með í kynbótadóm. Verknámið hjá Önnu gengur þrælvel og er frumtamningarferlið hálfnað núna. Tryppin sem hún er með eru undan Ódysseif frá Möðrufelli (2 stykki), Stormi frá Efri-Rauðalæk, Stíganda frá Leysingjastöðum og Spæni frá Hafrafellstungu. 

Ef ég tel upp þá hesta sem eiga afkvæmi í húsinu hjá okkur auk tryppanna hennar Önnu þá á Tristan þau flest, svo eru þau undan Hágangi Narfastöðum, Forseta Vorsabæ, Þóroddi frá Þóroddsstöðum, Parker frá Sólheimum, Kjarna Árgerði, Kiljan Árgerði, Tígli Gýgjarhóli, Töfra Selfossi, Glym Árgerði, Akk Brautarholti, Flygli Vestri-Leirárgörðum, Hrym Hofi, Goða Þóroddsstöðum, Hryllingi Vallanesi, Andvara Ey, Eldjárn Tjaldhólum, Þyt Neðra-Seli, Þorsta Garði og fleiri og fleiri. 

Í vikunni er stefnt að því að taka rykk á sölusíðunni og koma henni í flott stand. So keep tuned :) 

Með kveðju úr sveitinni... 
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270912
Samtals gestir: 81225
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:57:41